Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 81
79
að skilja — og það er ég viss um að margir hafa
gert — séu orðnir sannfærðari og ákveðnari, en
þegar þeir komu. í þeirra augum mun héðan af að
eins eitt verða nauðsynlegt: að vaka yfir og rækta
það sjálf, sem allt veltur á og' sem endurnýjar allt.
Skýrið þetta ekki á neinn eigingjarnan liátt, því
að ef þér getið gert sjálfsrækt og sjálfshreinsun að
því eina nauðsynlega, þá munu athafnir þínar,
hugsanir og elska hera á sér merki eilífðarinnar.
Hafi iiinar djúpsettu íhuganir þinar umliðna viku
gert þig vissari og skýrt hugsanir þínar, þá munt
þú verða einn liinna sterku, sem geta stutt þá bág-
stöddu og haldið þeim uppi. Að eins á þann hátt
getur þú hjálpað þeim, satt þá, svalað þorsta þeirra
og veitt þeim þá lækningu, sem græðir mein þeirra.
Af því að þú hefir verið hér, og hefir lagt þig fram
til að skilja, munu vinir þínir og nágrannar sem þú
hittir heima, breytast og verða öðruvísi en áður. Það
er ekki uppfynding og útbreiðsla heimspeki og
fræðikenninga, heldur brejdni þín og skilningur á
heiminum í kringum þig, sem hefir gildi.
Þú verður að vera eins og örninn, sem svifur of-
an á sléttlendið, þegar þú yfirgefur þessar tjald-
húðir. Þú verður að hafa svo fastan ásetning og
eldle gan áhuga, að þú getir kippt upp með rótum
öllu því fánýti, sem liindrar manninn og saurgar
sál hans, svo að sorg og eymd verða förunautar
hans. Þetta verður þér fært fyrir óþreytandi ár-
vekni, djúpa íliugun og sífelldan aga á því sjálfi,
sem allt veltur á og öll breyting stafar frá. Hið
eina, sem þú getur flutt með þér af þessum tjald-
húðafundi er viljinn til þess að rannsaka ennþá