Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 100
98
ins, að samræma „ég“ sitt, sjálfið, við eilífa lífið.
Það er ekki fyrir hugleiðslu eða heimspekikerfi
að þér náið þessu samræmi, heldur fyrir strit, sjálf-
stjórn og endalaust erfiði — en það viljið þér ekki
leggja á yður. Þér viljið ekki strita, heldur viljið
þér finna einhverja hæga, auðvelda götu. En hjá
þessu verður ekki komist: þér verðið að samræma
hið hverfula og liið eilífa, sem hvorttveggja býr í
yður sjálfum.
Lífið skapar manninn og gerir liann takmarkað-
an og skilyrðisbundinn, hann verður algerlega
þræll kringumstæðanna, en er þó í eðli sínu fylli-
lega óháður. Þar sem hann í eðli sínu er frjáls og
óliáður, þá liefir hann valfrelsi. En af því að hann
vantar í fyrstu dómgreind, þá velur liann það, sem
er einskis virði.
Ef þér gætið að, þá munuð þér sjá, að þetta á við
um vður öll. Ef þér litið í djúp sálar vðar, finnið
þér þar hið hverfula „ég“ og liið óumbreytanlega
„ég“. Gerið yður nú ekki róleg með, að þetta muni
þýða „Ego“ og „Monade“. Þér vitið ekkert meira
um „Ego“ og „Monade“, en þér vitið um það, senx
ég er að tala um. Innra með yður finnið þér hið
hreytilega, síkvika sjálf. En þér finnið þar líka ann-
að sjálf, sem er stöðugt, óumbreytardegt, rólegt og
öruggt. Þetta sjálf þekkið þér ekki ennþá.
Það er því í raun og veru tvíbýli 1 sálu yðar, en
lxlutverk hvers og eins er það, að ummynda hið
hverfula, hreytilega „ég“ í hið óumbrevtanlega, stað-
fasta sjálf. Með öðrum orðum: hið breytilega verð-
ur að ummyndast í hið óumbreytanlega, af því að