Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 10
8
þeirra fyrir að frelsa og fullkomna lífið. Ég hefi
séð ótal marga, sem börðust fyrir frelsi en voru þó
kúgaðir af vilja annara manna. Ég hefi séð vitra
menn, sem skorti þó liina ævarandi hamingju, og
voru einmana mitt í glaumnum, vegna þess að þeir
Iiöfðu ekki konhð auga á né fullkomnað lífið sjálft.
Öllu þessu liefi ég veitt eftirtekt. En eins og þungi
vatnsins knýr fljótið til sjávar, eins hefir samsafn
reynslu minnar og skilningur minn knúð mig
áfram að takmarkinu, sem er fylling lífsins.
Ég segi yður í einlægni og vona að þér trúið því
og skiljið það, að vegna þess að ég er frjáls og ekki
áhangandi neins félags eða reglu, trúarbragða eða
játninga, þá vil ég hjálpa yður til að verða frjáls,
ekki hjóða yður inn í skoðanaklefann minn, því ég
á engan slíkan klefa. Ég óttast að vegna þess, að þér
viljið að eins komast í stærri klefa en yðar eigin, þá
gerið þér yður nýjan klefa úr því, sem ég segi. En
það væri að afneita sannleikanum. Ég vildi geta
sýnt yður ljósið, en þér verðið að tendra blys yðar
við liinn eilífa eld. Þegar yður hefir tekizt að skapa
skilning og kærleika innra með yður, verður yður
ekki fevkt um koll af drottinvaldi og þér munuð
ekki veiðast í net erfikenninga eða trúarjátninga.
Ef þér fetið í annara fótspor, endurtakið setn-
ingar, sem þér skiljið eigi, og gangið i skugga drott-
invalda, þá mun blekkingin heltaka hjörtu vðar og
hugsanalíf yðar ruglast. Tál og spilling ásækir yður
eigi, þegar þér eruð harmi þrungin og þráið að slita
fjötra sorgarinnar. Sé sannleikurinn yður ekki
raunverulegur, stoðar ekki vilji yðar til að hjálpa
veröldinni eða sjálfum yður, sem er Iiið sama, til-