Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 119
117
vaxa frá slíkri elsku? Ég get ekki ákveðið fyrir
ykkur, hvort þið eigið að eignast barn, eða ekki.
Þráin býður reynslunni heim, þess vegna er það
þráin, sem þið þurfið að athuga, ekki reynslan.
Þér getið ekki drepið þrána, né afmáð hana með
þvi að komast í hrifningu, þess vegna verðið þér
að ummynda hana. Gætið að, livort þrá yðar leiðir
vður til þess, sem yður er sannarlega nauðsynlegt,
livort hún leiðir }rður til lausnar.
Spurning: Þegar þér hvetjið okkur til að risa upp gegn heim-
inum, meinið ])ér þá, að við ættum að hvetja aðra og hjálpa
sjálf til að rifa niður allar vtri stofnanir, samkomur og lög-
gjöf. Eða meinið þér, að hver og einn ætti að brjóta niður
traust sitt eða ótta við þessar ytri takmarkanir. Með öðrum
orðum, mælið þér með stjórnleysi fyrir alla, eða er sjálf-
stjórn hinna fáu, sem tekst að verða nógu sterkir og hreinir,
það sem þér stefnið að?
Krishnamurti: Ef þér viljið hrjóta lög landanna,
þá er ég liræddur um, að það verði lögin sem brjóta
yður. Landstjórnir mundu ekki þola lögbrot. Það,
sem máli skiftir er að brjóta óttann á bak aftur,
traustið á ytri hlutum. Þetta er algert einstaklings-
málefni. Ef þér eruð hræddir, þá hyggist þér að
halda réttri stefnu með ytri hjálp. Þér eigið að
krjóta niður allt það, sem þér styðjið réttarmeð-
vitund yðar við, þvi að byggja á slíku, bendir á
veika skapgerð. Hér er ekki um það að ræða, að
krjóta ytri lög, heldur um það, að þér brjótið niður
innra með yður allt það, sem þér hvggist að stvðja
vður við, að utan frá. Með öðrum orðum, þér verð-
ið að vera í skynsamlegri uppreisn liið innra, gegn
öUu fánýti; þá framleiðið þér kraft, sem mun af
eigin afli eyða öllu fánýti og táli, sem þér komist