Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 44
42
skilja allt og geta þess vegna breytt hinu sorglega
ástandi heimsins nú á dögum. Þessi fundur á að
framleiða slíka menn, en ekki neina aumingja.
Veikir menn vekja veikleika, hleypidómafullir
menn auka á hleypidóma heimsins, en þeir menn,
sem hafa í raun og' veru öðlazt skilning og leita
liins eina nauðsynlega, munu fyrst breytast sjálfir
og síðan munu þeir breyta nágrönnum sinum.
Land sannleikans er veglaust og verður ekki
fundið eftir neinum götum. Svo ef það er alvara
yðar að vilja skilja það, sem ég segi — í raun og
veru hjartans alvara yðar — þá verðið þér að vfir-
gefa allt þetta án allrar málamiðlunar. Ég er viss i
minni sök, en það ætti ekki að livetja neinn eða
herða á honum. En af því að þér þráið sjálf ákaf-
lega að finna sannleikann, þá ættuð þér að rann-
saka það, sem ég segi með nákvæmni og skynsemi.
Ég tala um lokafullkomnun ails lífs — sem hver
einasta mannleg vera á að ná. Ef þér, sem safnist
saman í þessum tjaldbúðum ár eftir ár þráið i raun
og' veru að finna sannleikann, þá fleygið burtu leik-
föngum }Tðar. Gerið annað hvort, gefið yður ein-
göngu að leikföngunum í barnastofum jTðar, eða
eyðileggið öll leikföng og gangið inn í þann heim,
þar sem blekkingin er horfin, en sannleikurinn,
fullvissan og fullkonmunin hýr.
Þér munuð svara mér því, að þér getið ekki sleppt
leikföngunum, að þér séuð of veik, að siðferði yð-
ar og réttsýni myndi ekki þola þann storm, sem af
því leiddi, að þér verðið að hafa þessar lélegu hækj-
ur, til þess að styðja yður við í lífsbaráttunni. Ef þér
játið þetta lireinskilnislega, þá liafið þér rétt fvrir