Skuggsjá - 01.01.1930, Blaðsíða 123
121
en þér þekkið það af reynslunni. Það er þetta, sem
fvrir mér vakir: Að þér þroskið yðar eigin skynj-
un, svo þér eignist fullkomið samræmi hið innra,
verðið frjálsir, óháðir öllum blekkingum, — i stað
þess að vera sí og æ að rannsaka mínar tilfinn-
ingar eða hrjóta lieilann um, livað sé lausn. Þetta
er það, sem máli skiftir, en ekki hvaða álirif það
muni hafa á meðvitund yðar, eða iivernig þér mun-
ið breyta, þegar takmarkinu er náð. Þér ættuð að
liugsa um, hvernig þér eigið að leita að takmark-
inu og ná því, og annað ekki.
Spurning: Sá, sem hefir öðlazt lausn, fundið sannleikann,
lífið, hefir náð andlegri fullkomnun. Þér hafið tvisvar sagt í
ræðum yðar um lifið: „Þessu takmarki eiga hæði meistarar og
menn að ná“. Enda þótt við höfum lært um meistarana í kerfi,
sem ekki ei' stytzti vegurinn að markinu; ])á hefi ég ])ó allt af
verið sannfærður um, að ineistararnir hafi ]>egar náð lausninni,
hvaða veg sem l>eir hafa gengið til þess. Á ég að skilja þetta
svo, að þeir hafi ekki öðlast lausn og hafi þess vegna ekki
náð sömu andlegu fullkoinnun og þér?
Krishnamurti: Hvers vegna eruð þér að brjóta
heilann um meistarana? Ég segi að meistarar og
menn, allar lifandi verur, eigi að öðlast lausn. Það
kemur yður lítið við, hverjir hafa náð henni og
hverjir ekki. Það sem yður varðar er það, livort
]tér sjálf hafið náð henni eða ekki. Ekki hvort ein-
Itver annar hefir náð takmarkinu, eða hvort ég
er meisturunum meiri. Ekkert ltirði ég um það.
Vitið þér annars nokkuð um meistarana, annað en
það, sem yður hefir verið sagt? Þess vegna hafið
þér engan samanburð. Þér getið ekki sagt um.
hvort ég sé meiri eða minni en einhver annar, þeg-
ar yður vantar þekkinguna á því, sem þér ætlið að