Vaki - 01.09.1952, Page 10
LIST FRUMMANNSINS:
Danskur hníiur írá steinöld.
inn tók að smíða sér sín fyrstu tœki, t. d.
flísar að höggvopni, rak hann sig eflaust
á eitthvert samband milli notagildis flís-
arinnar og þeirrar ánœgju sem hann naut.
er hann mótaði hana og horfði á hana.
Sama máli gegnir um nútímamanninn þar
sem hann stendur fjœrst frummanninum,
t. d. flugvélasmið, hann kemur auga á
sama fyrirbrigðið: dularfullt samband milli
lögunar vélarinnar og flugskriðs hennar.
LIST NÚTlMAMANNSINS:
Bresk flugvél af nýjustu gerð.
Það eru sögð tuttugu þúsund ár á milli
þeirra. Þó er tiltölulega lítill munur á aí-
stöðu þeirra. Listin á leið um garð beggja.
Þeirra er að koma auga á hana og leggja
rœkt við hana. Þannig á listin, eins og við
skiljum hana í dag, ítök í öllu starfi. En
aðrir vilja gefa henni enn víðtcekari merk-
ingu og nefna list alla viðleitni mannsins
til að gera sér náttúruna undirorpna:
„Homo additus naturae," segir Bacon,
„maðurinn bœtir sér við náttúruna." Auð-
vitað má lengi deila um gildi slíkrar stað-
hœfingar. En hún gefur mönnum nokkra
vitneskju um hversu víðfeðm merking
hefur verið lögð í orðið list.
Enda þótt listin eigi svo ríkan þátt í
öllu daglegu starfi okkar er örðugt að
gera sér grein fyrir uppruna hennar. Um
það er satt að segja enn flest á huldu.
Það er því miður of langt mál að rekja af
nokkurri nákvœmni þœr tilgátur, er komið
hafa fram um þessi efni. Nœgir að geta
þess, að þœr skiptast í tvo flokka: Sumir
álíta uppruna listarinnar magískan, í aett
TlMARITIÐ VAKI
8