Vaki - 01.09.1952, Síða 28

Vaki - 01.09.1952, Síða 28
ir. Ungur málari diríist ekki, þrátt fyrir uppreisnarhug sinn, að snerta við þeim undirstöðuatriðum sem við gátum um að framan, stöðu mannsins milli tveggja skauta: innri og ytri veruleika. Hins vegar er afstaða hennar mörkuð á annan stað milli þeirra. Hún er huglœgari en sú list sem var undanfari hennar. Athyglin bein- ist að þeim sviðum náttúrunnar er nœst standa manninum, ekki sízt hugmyndun- um og því viðtœki sem þœr grópast í. í nútímamyndlist skipta hugmyndirnar um. hlutina og þannig tilfinningin fyrir þeim meira máli en hlutirnir sjálfir. Hún beitir Paul Klee: Ferðin íram hjá höllinni. hvoru tveggja í rannsókn sinni og lœtur berast með þeim eins langt og lögmál mál- verksins leyfa. Eitt af því, sem einkennir hin nýju við- horf og ekki hefur áður þekkzt í mynd- list, eru tilraunir hennar til þess að hlera á tilveruna með augunum, gefa ýmsum hreyfingum hlutanna í rúminu efnisbundna mynd og fagurfrœðilega á- sýnd. Einnig að fá huglœgum fyrirbœrum eins og reiði eða gleði, hvíld eða ótta, ást eða hatri sýnileg tákn, veita þekkingu þeirri og innsœi sem vísindin hafa getið okkur inn á svið myndlistarinnar og láta það örva sköpunargleði okkar og ímynd- unarafl. Hugarflugið hlaut stœrra svigrúm, hugurinn reikaði víða, kannaði áður ó- kunnar veraldir, afnam lögmál, skóp.önn- ur, leit jörðina í nýju ljósi, kafaði sjóinn, synti meðal fiska og undraðist villtan kynjagróður hafbotnsins. Menn beindu augum að smáheimum jarðskorpunnar, brostu inn í blómin, heyrðu með aug- unum hreyfingu kringum sig, bát sigla, fugl fljúga, bolta skoppa, skyggndust inn í drauma vöku og nœtur. Hugurinn lagði leið sína inn í vél hlutanna, komst allt inn til eindanna og sá efnið verða að hljómi og þyt. Við sjáum ekki framar mynd manns í sorg, heldur lítum við sorg mannsins: mynd hennar í línum og litum. Við reyn- um að gefa mynd tímanum og sambandi hans við hlutina. Við sjáum tóninn í falli boltans, hrynjandina sem var bundin í spor mitt er ég gekk fram hjá höllinni í gœr, flótta vofunnar, söng vindsins, tím- ann í vexti jurtanna. Það hefur löngum verið viðkvœði að nútímamálari afneiti manninum. Slík full- yrðing hefur bœði við rök að styðjast og ekki, allt eftir því hvernig á málin er litið. Það sem einna mestum vandanum veld- ur við umrœður um list nútímans er hversu sárt skortir orð yfir hinar nýju hug- myndir, sem fœðzt hafa í málverki þess- arar aldar. Tungan er enn á eftir málara- Paul Klee: Kringum íiskinn. listinni í sköpun tákna yfir þœr. Málarinn hefur fjarlœgzt manninn að því leyti, að hann sýnir ekki lengur, og œ minna, ná- kvœma eftirmynd hans. Ástœðan til þess er ekki sú, að hann fyrirlíti manninn, held- ur liggja að því önnur og dýpri rök. Mál- TlMARITIÐ VAKI 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.