Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 41

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 41
um. Abraham Lincoln vann sér frægð fyrir leikni sína við að kljúfa brautar- teina niður í girðingarefni, og í síðustu forsetakosningum gekk sú saga, komin úr öllum áttum að því er helzt varð séð og þess vegna tekin trúanleg, að Harry Truman hefði á æskuárum getað plægt beinast plógfar allra ungra manna í sinni sveit. Hugarfarið, sem ríkir í Bandaríkjun- um er eign hversdagsmannsins. Smekk- ur hans ræður og hans er mælikvarði fegurðar og siðgæðis. Og hann er örugg- ur í sessi sem æðsti dómari meðan landið býr við iðnþróun og lífshætti iðnþróaðs þjóðfélags, því hversdagsmaðurinn hef- ur mikið fé handa á milli og kaupir og neytir í stærra mæli en lágstéttir Ev- rópu geta gert sér í hugarlund. Iðn- kerfið kemst ekki af án hans. Framleið- endur gæta vandlega hverrar smugu í tilveru hversdagsmanna og í keppni sinni um markaði láta þeir ófyrirleitna útsendara lokka þá til að kaupa varn- inginn. Stórfenglegar skemmtanir, vís- indi, fegurð, listir, fréttir og heimilis- vélar standa honum til boða. Sálfræðin hefur verið notuð til að byggja upp víð- tækt þekkingarkerfi, þar sem finna má svar við þörfum hans og viðbrögðum. Manntal, atkvæðagreiðslur og dæmi úr hagskýrslum hjálpa framleiðendum til að komast inn úr persónulegum leyndar- dómum hans og finna að lokum sam- nefnara allra kaupenda. Af hverju fót- máli, hverri hreyfingu hans á venju- legum starfsdegi er fundin meðalregla, það er Hegðunarreglan, the Norm, og vilji hversdagsmaður vita hvort hann jafnist á við óskmynd hversdagsleik- ans getur hann kynnt sér Regluna. Það er þegjandi samkomulag að hin æðsta dyggð sé fólgin í hegðun samkvæmt Reglunni. Ekki má halda, að þessar hugmyndir bandarískra hversdagsmanna um Hegð- unarregluna séu sprottnar af sjálfs- könnun eða athugun og sundurgreiningu hlutlausra áhorfenda. Það eru hinir ráð- snjöllu menn, sem mynda viðskiptaum- hverfi hans, sem eru hinir eiginlegu höf- undar þeirrar smekkvísi, óska og jafn- vel sérvizku, sem finnast hjá bandarísk- um hversdagsmanni. I auðugu iðnaðar- landi eins og Bandaríkjunum er vand- inn ekki aðeins að framleiða vörur, þeim verður að finna markað og skapa eftirspurn. Þess vegna er hversdags- manninum kennt að vera á skotspónum eftir nýjungum. Vörur ómissandi við bandaríska lífshætti, The American Way of Life, verða æ fleiri eftir því sem kaupmáttur vikulaunanna vex. Svo að hversdagsmaðurinn verði útsendurum iðnfyrirtækja þægur og undirgefinn, er honum kennt að hræðast á nýjan hátt og finna til óhugnaðar t. d. við að skynja andfýlu eða óþægilega líkamslykt og sjá blæða úr tannholdi; hann óttast víta- mínsskort, er hræddur um að véra leið- inlegur í samræðum, og loks bíður hans lamandi ótti, leyndur í öllum minni háttar áhyggjum hans, ótti við að hlýða ekki Hegðunarreglunni, merki hins á- kjósanlegasta hversdagsleika. Þannig er þá jurtin, sem óx upp af dálæti þjóðarinnar á manninum, sem komst áfram af eigin rammleik, the self- made man, og hún hefur nærzt af sjálfræðishneigðinni. Þegar ekki var lengur óbyggðin að glíma við, ekki fram- ar neitt myndlaust flæmi sem bauð til sín hverjum sem var að hann gæfi því mynd, þegar félagshættir komust að lok- um í fastar skorður og nokkurn veginn séð hver yrði hlutur hvers og eins, ef hann væri þá ekki því óhversdagslegri, þá varð hvötin til einstaklingsbundinnar tjáningar að kapphlaupi um að uppfylla allar kröfur til að fullnægja meginkröf- unni: verða hinn fullkomni hversdags- maður. Ennþá þótti hversdagsleikinn TlMARITIÐ VAKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.