Vaki - 01.09.1952, Side 69

Vaki - 01.09.1952, Side 69
huga hans, hljómurinn óskýrist, glymjandinn minnkar. Jafnvel Spike verður að láta undan. Þreyta líkamans hefur unnið sigur á kvöl sálarinnar. Hann er sofnaður. 0 0 0 Gestur, síminn. Augnablik mamma, ég kem. Hann snarar sér í utariyfirbuxur og fer fram. Sæll, Gestur, þetta er Siggi. Geiri er einn heima í kvöld, og hann býður húsið. Hann hefur náð í spíra og getur kannski stolið meiru. Ertu með? örskotsstund hugsar hann sig um. Hann ætlaði að heimsækja stúlku, — nei, það getur beðið, hún er heldur varla heima. Jú, ætli það ekki. Fínt, labbaðu þá við, þegar þú ert búinn að borða og reyndu að hafa ein- hverja peninga. Skal reyna, bless. Bless. Dagurinn líður líkt og venjulega í jólaleyfi. Það er borðað af miklum áhuga og á milli máltíða gefst tími til að líta í bækurnar, sem komið hafa inn á heim- ilið á aðfangadagskvöld. Stórar og ljótar bækur í ósmekklegum búningi. Nokkrar litlar og fallegar. En þegar líður á daginn og fer að rökkva, lítur hann frá þessum kjölgylltu skruddum. Hann finnur hjá sér þörf fyrir að lesa gamla sálma. Þar sem hann situr einn inni í stofu og hefur kveikt á kertum og hlustar á gamla kirkjutón- list, kemur hún yfir hann, þessi tilfinning. Hann lítur á Ijótu, bronsuðu Maríu- myndina á veggnum. Peningaskraut, rusl. 1 gamla daga smíðuðu menn Maríu- líkneski af því að þeir þurftu þess með; þá voru þau fögur. Þessi mynd er afskræmd og ljót. Hann þyrstir í eitthvað eldra og sterkara, sanna list, skapaða af trúar- þörf manna, er ætluðu aldrei að selja list sína öðrum en guði. Kirkjutónlistin í útvarpinu fullnægir honum ekki, hann þarfnast einhvers áþreifanlegra. 1 neðstu hillunni í bókaskápnum eru gamlar bækur. Hann man eftir að hafa rekizt á gam- alt og stórt kvæði í einni þeirra. Eftir stutta leit finnur hann bókina og hefur lesturinn. í huga sér hann ungan, íslenzkan munk sitja í klefa sínum við lestur kvæðisins. Kertaljósið blaktir, söngur heyrist úr fjarska. Sjálfur nýtur hann kvæðisins, breiðra, voldugra lína með þungri hrynjandi. Og mikið af gömlum, skemmtilegum orðum. Hann sér einnig fegurra Maríulíkneski, bleikföl, sveipuð blárri skikkju heldur hún á barni sínu, og lítur það augum fullum af mildri móð- urást. En tilfinning hans er ekki sterk, aðeins hrifning og flug hugans. Hálf- rökkvuð stofan, kertaljósin og tónlistin kalla myndir fram í huga hans. Kvæðið ítrekar. Hann finnur ekki djúpa tilfinningu hins trúaða, er í hjarta sínu lifir hátíðina. Einungis tilbreytingu, áður næsturn óþekkt hughrif. Þannig líður síðdegið, þartil friðurinn er rofinn og farið er að leggja á borð. Eftir kvöldmatinn leggur hann af stað til Sigga. Hann gengur mannlausar göt- urnar. Fólkið í húsunum heldur jól og þessir óróu einstaklingar, sem ekki una heima, eru ekki enn komnir á ról. Vindurinn blæs snjónum eftir götunni og feyk- ir honum í skafla upp við húsveggina. Aðeins einn hluti er auður, önnur gang- stéttin, þar sem hitaveituleiðslan er undir. Hann gengur á auðum stígnum og TlMARITIÐ VAKI 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.