Vaki - 01.09.1952, Side 81

Vaki - 01.09.1952, Side 81
draga upp á götunni, fara með þær he'.m og bjóða þeim upp á vín og mat og skipa þeim svo að sænga hjá sér á eftir. Honum finnst hann geta sett sig í spor þeirra. Þegar hann er búinn að drekka fylli sína er hann orðinn hressari og fer að augum líta þá kvenlegu fegurð, sem veitendur hans búa yfir. Þá kemur það, sem hann óttaðist — og þráði: Holdfýsnin. Sár losti líkamans, sem náttúran er svo gjöful að veita manninum í þjáningu hans og niðurlægingu. Móralskar kast- alaborgir hrynja. Hann hættir að hugsa með höfðinu og hugsar nú með öllum líkamanum eða réttara sagt: Líkaminn hugsar fyrir hann. Það er staðið upp og sezt við rautt ljós og tónlist, sem örvar kirtlastarfsemina. Nú fær hann að fara höndum um allt sem hann vill. Siggi læðist út úr herberginu með hinni systur- inni og yfirgefur þau Gest. Hann tekur varla eftir því, enda má honum vera sama, þau fara upp á loft eða niður í kjallara að þjóna sinni lund. Hann gefur sig á vald stúlkunni sinni, færir hana úr sloppnum og felur andlitið millum brjósta hennar og kyssir rauðar varir hennar. En það er eitthvað sem togast á í huga hans. Hann verður að standa upp og slíta sig frá þessu. Bíddu snöggvast, segir hann við hana og gengur fram í stofuna og skilur hana eftir þar sem hún hvíl- ir, nakin niður að mitti, heit og fögur. Hann man, að það stóð karafla á borðinu með léttu víni. Hann finnur hana þrátt fyrir rökkrið í stofunni og hellir sér í glas, stendur kyrr, snýr baki að dyrum hmnar stofunnar. Stúlkan bíður. Hann dreyp- ir á léttu víninu og dynur blóðsins blandast þungum gangi klukkunnar á veggn- um. Hann getur ekki hugsað. Aðeins fundið, en bii'tan víkur úr huga hans og deyr. Hann sýpur aftur á glasinu, snýr sér við og gengur aftur til stúlkunnar. 1 titrandi nekt bíður hún hans. Sólhvít eyðimörk, er hrópar á regn. Kona, vold- ug í undirgefni sinni og þrá kallar á mann. Myrkrið sem bíður hans er heill- andi og hann kastar sér á kaf. Það umlykur hann brátt heitri, svartri mýkt sinni. Seinasta hugsun hans áður en hann hverfur undir yfirborðið, . . létt þú synda-. fári. Síðan myrkur, haf af myrkri, bylgjusog þess draga hann með sér, lengra, lengra. Öldur hafs, sem hnígur og rís og veitir algleymi á síðasta augnabliki, síð- an, örmagna og þreyttur velkist hann máttlaus upp að ströndinni og hvílist í mjúkum sandinum. o o ° Þegar morgnar blæs hvass vindur af hafi. Hann gengur vestur í Selsvör og horfir út á flóann. Það rétt grillir í Snæfehsnesið þarna langt úti í vindheimi. öldurnar skarta hvítum földunum, hreinu trafinu, sem Kári skrýðir þær. Hann horfir út á sjóinn. Vindurinn blæs um höfuð hans, svalur og hressandi. Hann feykir þokunum burt og blæs gegnum fötin, og kaldur gustur fer um brjóstið. Spenntur stendur hann og hvessir augun upp í vindinn. Helzt vildi hann hlaupa út í sjóinn, láta hvítt brimlöðrið fyssast um höfuð sér, hreinsa líkamann í tær- grænum sjónum, reyna afl sitt við hafþungann, stíga nakinn á land, úrvinda af þreytu, en með vaxandi þrótt eins og Odysseifur, þegar hann hrakti upp að strönd Feakalands og hin hvítarmaða Násíka varð á vegi hans. — Já, unga stúlkan. — Hann gengur áfram norður eftir götunni og horfir til fjalla. í dag verður hann að segja skilið við óhugnaðinn. I dag skal verða af því að hann heim- TlMARITIÐ VAKI 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.