Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 91

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 91
gi’unda þá hluti, sem okkur eru dýrastir í lífi okkar. Þannig lýkur degi og hverri viku. Hér að framan hefur verið reynt að lýsa í stuttu máli daglegu lífi, gerð og byggingu þess samfélags, sem skólinn okkar er. Ef til vill hafa nokkrar spurningar risið í huga lesandans við þessi orð. Ég álít því heppilegt að reyna að birta þann andlega bakgrunn, þá undirstöðu, sem starf okkar byggist á og gefa þannig fyllri og réttari mynd af lífi Óðins- skógarskóla. I stuttu máli verður sagt: Óðinsskóg- arskóli er hvorki námsáætlun né vinnu- aðferð. Hann er öllu heldur vegur, leið, einhvers konar andlegt loftsiag eða veð- urfar, uppeldissamfélag, þar sem æskan veröur að ala sig upp sjálf og bera sama ábyrgðarhluta og fullorðnir, því þeir geta einungis hjálpað æskunni um þá reynslu, sem þeir hafa sem menn, er hafa alið sig upp sjálfir. Þar sem svona er ástatt fer traust fyrir valdi og aga. Engar refsingar eru til, og því hvorki nauðung né ótti, heldur einungis hug- rekki til ábyrgðar og frelsis. Orðið ,,bannað“ er ekki til í Óðinsskógi. Að ekki er til refsing, er ekki sama og segja að allir geti leyft sér að gera sem þá lystir. 1 stað þess að eiga sjálfkrafa refsingu yfir höfði sér, er eitthvert yfirvaldið dæmir mann í, finnur ungur maður eða barn að hann berst í þær aðstæður í veruleikanum, að hann lolcar sjálfan sig úti úr því umhverfi, sem hann vih vinna og lifa í. I stað kerfis, sem byggist á nauðung og ótta kemur skírskotun til jákvæðra og frjórra lcrafta æskunnar. Því sem miður fer við manninn, nið- urrifshvötinni, er ekki haldið í skefjum með boðum, bönnum og refsingum, heldur örvað til frjálsrar eflingar, vaxt- ar og þroska þess, sem gott er, upp- byggjandi og jákvætt. Hvernig fer það fram að örva til „frjálsrar eflingar“? Með því að fela ávallt val og úrskurð manninum sjálf- um. Maðurinn fær ekki vaxið nema eft- ir eigin úrskurði. Sá, sem hefur lært að skera sjálfur úr um hlutina, víkja ekki úr vegi fyrir valinu, vex af því. Hér er fólginn hinn mikli mismunur milli að- ferða okkar og annarra, skilningur okk- ar á uppeldisháttum og ýmissa annarra. Þannig höfum við náð frá slcóla hlýbn- innar fram til skóla frjálsrar ákvörðun- ar, frá uppeldi fyrir ótta og hegningu til uppeldis fyrir hugrekki til sjálfs- ábyrgðar. Til þessa er nauðsynlegt að hinir full- orðnu afsali sér aðstöðu, sem veitir þeim sérstök völd og áhrif að almannarómi. Þeir verða að viðurkenna, að þeir eru ekki óskeikulir guðir, að þeir mega ekki einu sinni vera lögreglufulltrúar. Valdaafstaðan verður að víkja, þar sem trausti er teflt fram gegn henni. Mig langar til að segja frá einu atviki til þess að sýna fram á, að þetta eru ekki orðin tóm. Ekki fyrir alllöngu ákvað kennara- fundur að víkja úr skólanum átján ára gömlum pilti, er komið hafði til skólans úr stórborg. Hann hafði þegar tvívegis fengið reynslutíma framlengdan. Pilt- urinn var dæmi um stórborgarungling, malbiksblóm, og kom öllu skólastarfinu á ringulreið með óskammfeilni sinni. En er ákvörðun kennarafundar komst á allra vitorð sóttu nemendur efri deildar mig heim áhyggjufullir. Þeir álitu dóm- inn allt of harðan. Þeir álitu einkum að pilturinn yrði fyrir öllum þunga „hegn- ingar“, er hann ætti ekki ábyrgð að einn. Þeir, hópur félaga hans, ættu hon- TlMARITIÐ VAKI 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.