Vaki - 01.09.1952, Side 96

Vaki - 01.09.1952, Side 96
þurfa að leita orsaka, spyrja „hvers vegna?“, og meðferð hans á vandanum hefði hneykslað hvern upplýsingarmann á öld franska klassisismans. Miðalda- manni var guð jafn sjálfsagður og hinn sýnilegi heimur, en guði var úthýst í lýsingum átjándualdarmanna á lífinu, þar sem þeir skildu hann ekki, hann sem er fyrirfram óskiljanlegur. Renis- ansmenn höfðu i’ökhugsunina fyrir sinn guð, og eina enska skáldið sem kemst nærri því að verðskulda nafnið renisans- skáld, Milton, talar um Messías sem hin „réttu rök“. Á átjándu öld var heim- spekin hugmyndir, rökfræði og sið- fræði. Guð miðalda var guð ástar, enda segir Dante í lok Divina Comedia: „Ást- in sem hreyfir sól og önnur himin- tungl,“ og lýsir þar heiminum í einni ljóðlínu. Þannig var heimspeki miðalda ást og trú. Miðaldir einar hefðu getað alið Thomas Aquinas. Hann eyddi ævi sinni í að sanna, að guð yrði ekki fund- inn nema með rökhugsun einni, hann lauk ævi sinni með orðunum: „Eg hef séð þá hluti, sem gera að engu allt sem ég hef skrifað.“ Grunntónninn í við- horfum renisansmanna var áhyggju- leysið, enda svipaði þeim til Breta á dögum Viktóríu drottningar að því leyti, að þeir þóttust alls vísari og héldu að allt leiddi til hins bezta. Þeir sem vitið höfðu meira vissu hve langt var í land að hinum ómengaða sannleik, og þeim stóð ógn af myrkr- unum sem umluktu mennina. Pascal var ef til vill mestur í þeirra hópi. Hann sá að þegar maðurinn finnur til eigin eymdar í smæð sinni og einveru, leit ar hann sér undankomu við dægrastytt- ingar. Harmleikurinn er kennimerki klassisismans. Á miðöldum ríkti gaman- leikurinn og þá var Divina Comedia mest allra kvæða, kölluð kómedía eða gleðileikur af því einu að henni lauk vel. Er ekki fjarri lagi að halda, að mið- aldamenn hafi séð gleðileik í krossfest- ingu Krists. Shakespeare ber öll þessi einkenni. 1 Lear konuncji (King Lear) flytur hann allan heiminn niður í leiksviðið; í Storminum (The Tempest) færir hann guð niður á sviðið. Ekki er stórt bil milli smáheims og stórheims, himna- ríki er í nánd, efni og andi eru eitt. I augum Shakespeares er maðurinn alltaf eitthvað meira en einstaklingur af teg- undinni homo sapiens, og mannkynið er meira en allir einstaklingar saman- lagt. Það er líkami Krists og endurskin guðs, hver einstakur er endurskin allra. Hinir merku bókmenntagagnrýnendur nítjándu aldar studdust í athugunum sínum við þá kenningu, að Shakespeare væri mestur sálfræðingur í bókmennt- um, og er ekki gott að fortaka það. En þeir vissu ekki, að Shakespeare taldi ekki nóg að líta á manninn, manninn í sjálfu sér. Hann var ekki þeirra tíma Freud. Að sjálfsögðu fylgdist hann nógu vel með samtíð sinni til þess að láta ekki framhjá fara greiningu þá á mann- legum efnum sem renisansmenn stund- uðu. Og hann var nægilega snjall leik- ritahöfundur til að sjá annmarka mið- aldaleikja, og þá helzt hina ýktu ein- földun persónanna. En ekki þarf annað en bera saman Shakespeare og öld hans, menn sem voru á líku reki og hann, t. d. Bacon og Jonson sem sálfræði var rík í huga, til að sjá hve sýn hans á mannlífið var ólíkt dýpri. Shakespeare spyr aldrei „hvers vegna?“ Margir gagnrýnendur hafa fundið að persónu Iagós í Othello, því hann er illur án þess frekari grein sé gerð fyrir illsku hans. Klassískt sinnað- ir höfundar hefðu viljað sýna hvers vegna Iagó var illmenni, en látið hinu lítilsvirta melódrama eftir lýsingar á TlMARITlÐ VAKI 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.