Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 97

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 97
einhliða varmennum. Og í verkum Shakespeares úir og grúir af hlutum sem þessum, óútskýrðum með öllu — dóttir Lears, Lear sjálfur. Hamlet. Ef einhver hefði spurt skáldið hvernig stæði á hegðun konungsdætra í Lear konungi, hefði hann eflaust svarað að svona væru telpurnar skapaðar, með einmitt þessa ákveðnu vessastillingu. Um eitt skeið hafði hann raunar skyn- semi og rökhugsun að leiðarljósi, en gleymum ekki að það var á þeim árum er hann samdi harmleikina. Við samningu hinna yngri gleðileikja, en það voru paradísarsýnir hans, studdist hann ekki við greinandi rökhugsun. Dante lét einnig rökhugann ráða á tímabili og var hún í persónu Virgils, sem leiddi skáldið um helvíti og hreinsunareld en var meinað að ganga inn í paradís. Báðir sömdu þeir gleðileiki, Dante og Shakespeare. Öll leikrit Shakespeares mynda eitt listaverk sem lýtur einni meginhneigð, og er því óheimilt að skilja eitt leikrit að, ámóta ranglega að farið og ef einangraður væri óður úr Divina Comedia. Hugur Shakespeares leitar hins guðlega, en það var á mið- öldum gleðileikurinn. Harmleikir standa eins af sér gagnvart öðrum leikritum Shakespeares og helvíti og hreinsunar- eldur gegnt öðrum þáttum í verkum Dante. Minnugir þessa skulum við athuga leikrit Shakespeares. Þeim má skipta nokkurn veginn í fjóra hópa. 1 fyrstu leikjunum sést hvernig skáldið er að læra list sína, hann raðar hlutum upp í mynd. Hið unga leikritaskáld lætur heillast af glæsilegu orðalagi, af uppstilltum myndum sem búa má til með orðum, persónum og haglega gerðum uppistöð- um í sögusögn. Hér sjáum við frum- stæða ósk mannshugans að finna sam- svörun í tilverunni. Frá þessu stigi þroskast hann og fer að semja hina stærri gamanleiki og að lokum grát- broslega leiki — tragíkómedíur. Þetta er tími hinna undursamlegu hugsmíða. Annað enskt skáld, Blake, orti nokkur kvæði um þetta þroskastig og nefndi „Songs of lnnocence" — sakleysisljóð. Skáldinu gefur sýn, það sér heim Bel- monts og lllyríu og Ardens, sér ástar- ævintýri sem lýkur lukkulega, þorpara sem hæglega má sigra og hetjur sem deyja hetjudauða. Undir lok þessa tíma- bils hvarflar að skáldinu, að vissar hlið- ar lífsins eiga ekki rúm í þessari fal- legu sýn. Til er hatur og óréttlæti, heimska, grimmd og óræð forlög. Þó er að sjá sem í síðasta leikriti þessa lióps, Þrettándalcveldi (Twelfth Night), sé hann ennþá hinn ánægði leikritahöfund- ur, grunlaus um að ill forlög og var- menni verði ekki ætíð sigruð fyrir til- styrk góðra forlaga og ljúfra manna. Og hér verða umskipti í ævi skáldsins, meiri heildarbragur verður á verkum hans. Það verður Divina Comedía Shake- speares. Er ætlunin að grennslast fyrir um hvers hann varð vísari á þeim tíma, sem leið frá samning Þrettándakvölds og Hamlets, sem fylgjast að í röð, og þar til hann lýkur störfum eftir samn- ingu Stormsins. Nel mezzo del cammin’di nostra vita, Mi ritrovai in’una selva oscura Che la diritta via era smarrita. (Divina Comedia, Helvíti, óður I. 1-3.) Eða: Miðja vegu á lífsleiðinni kom ég til sjálfs mín í dimmum skógi, því hinn beini vegur var horfinn. Dante var staddur á lífsleiðinni miðri, 35 ára að aldri, þegar honum gaf sýn yfir himna- ríki og helvíti. Shakespeare var og 35 ára um aldamótin 1600, en þá reit hann Hamlet. Sá leikur er framhald af upp- TlMARITIÐ VAKI 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.