Vaki - 01.09.1952, Page 107

Vaki - 01.09.1952, Page 107
( LIST, tilraun til skilgreiningar WOLFGANG EDELSTEIN Á undanförnum áratugum hefur mjög orðið vart viðleitni til að marka listinni stað, bæði í hugarheimi mannsins og hinni ytri veröld félagslegs lífs. Menn vilja finna leynd tengsl hennar við mannkyn og þjóðfélag og skilja eðli hennar. Þessi viðleitni samborin örvænt- ingarleit nútímamannsins að örlögum sínum, að inntaki lífi sínu í heimi sem virðist sviptur gildi sínu meir með hverjum degi. 1 dag berst maðurinn við heimssýn sem aðstæðurnar þröngva í augu honum nauðugum viljugum: Heimspekin fæst við neindina og tómið; stjórnmálin sá frá sér ótta við algera tortíming; vís- indin ræða fullnaðareyðing lífsins af jörðunni; hagfræðin sér hungrið gína við miklum hluta mannkyns. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort listin eigi þátt í þessari sýn. Er ekki líf hennar óháð lífi aldarinnar, baráttunni og skelf- ingunni? Reisir hún sér ekki höll fjarri óskapnaðinum, hún sem er harmóní og regla, er hún ekki einmitt undankoma frá angistinni að hugsa, er hvarf allra gilda tímanlegra sem eilífra binzt hruni þess örugga og reglubundna heims, sem kynslóðir á undan okkur höfðu tekið í arf án þess að veita hverfulleik hans minnstu athygli? Eða er listin þátttaki leitar, hrópar einnig hún slegin angist, spurn út í tómið? Er hún manninum skuggsjá, læt- ur hún mann horfast í augu við mann, er hún leit reglu í heimi sem glatað lief- ur löggróinni skipan sinni, reyriir hún að finna hrynjandi í ofsa hreyfingar sem margir telja stefnulausan dauða- dans aldarinnar, menningar sem dæmd er til að líða undir lok? Birtir listin ekki alla baráttuna, er hún ekki spegill óróans- í öldinni, tjáir hún ekki angistina sem kremur hjört- un? Er hún ekki tilraun til að rjúfa lítið eitt myrkrið sem hylur leyndar- málið um tilveru mannsins? Margir eru þeir sem neita. Ærið margir hafa þann skilning á list að hún sé flótti, fagur heimur í miðjum ægi- geimi veruleikans. Þeir játa flótta list- arinnar, neita því að nokkur ábyrgð sé til er hún geti tekizt á hendur. Fyrir sjónum þeirra er listin skemmtun, dægradvöl, neitun á þeirri þjáningu sem bundin er skilningi mannsins. Eg vildi hér taka mér fyrir hendur að rannsaka fyrst bókmenntirnar sem grein af þeim meiði er allar listgreinar eru runnar af. Með því að skoða bók- menntirnar sem grein af listheildinni TlMARlTIÐ VAKI 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.