Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 56
22
TÍMARIT ÞJÖBRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
hafi í fyrstu verið 36 alls í landinu
Nokkru seinna, um 965, var 3 goð-
orðum bætt við, og urðu þau þá 39.
Enn er sagt, að um 1004 hafi nýj-
um goöorðum veriö bætt við, lík-
lega 12, en þau höfðu aðeins litla
hlutdeild í allsherjarstjórnvaldi
landsins, og hafa sennilega fljótt
horfið aptur. Annars voru goðorð-
in öll jafn rétthá. Enginn goði
hafði nein lagaleg forréttindi fram
yfir hina. Þetta jafnræði þeirra, og
það hve mörg þau voru, var mjög
mikilsvert atriði í stjómarskipun-
inni. Með því átti jafnvægið á
stjórnvaldinu að vera tryggt, séð
fyrir því að enginn einn goöi gæti
orðið svo voldugur, að hann gæti
sölsaö undir sig völd hinna. Lögin
gjöra ráð fyrir því að fleiri menn
geti átt goðorð saman. Gátu þeir
þá skipt völdunum og störfunum, er
því fylgdu, milli sín eptir vild, öllu
nema störfunum á þingunum. Þar
varð einliver einn að koma fram
fyrir allra þeirra hönd. Hinu gjöra
lögin ekki ráð fyrir, að sami maður
geti átt fleiri goðorð en eitt í senn.
En reglurnar um erföir goðorða, og
um heimildina til að selja þau og
gefa, leiddu til þess, að goðorðin
söfnuðust að lokum öll til fimm
höfðingjaætta. Með því var grund-
velli stjórnarskipunarinnar í raun-
inni kippt í burtu. Jafnvæginu var
raskað. Og um leið og goðorðin
urðu fæiri óx vald goðanna, en
sjálfstæði þingmanna gagnvart
þeim minkaði. Goðavaldið tók að
líkjast konungsvaldinu eins og það
var annarsstaðar. Goðorðin urðu
staðbundin í framkvæmdinni, og í
reynd var lengur eigi að ræða um
neitt frelsi þingmönnum til handa,
til að velja um það hverjum goða
þeir fylgdu. í sumum héruðum
konist á sú venja, að þingmennirn-
ir greiddu goðunum nýja skatta, er
eigi höfðu tíðkast áður. Bilið milli
goða og þingmanna víkkaði, þing-
mennirnir urðu frekar en áður und-
irmenn goðanna. Jafnframt var
friðnum í þjóðfélaginu lolrið. Síð
ustu hundrað ár lýðveldistímans
eru óróatímar. Þá börðust þess-
ar höfðingjaættir um völdin sín á
milli. Sú barátta hefði sennilega
endað með sigri einhverrar einnar
ættar, sem þá hefði fengið völd yfir
landinu öllu, ef eigi liefði utanað-
komandi öfl gripið þar inn í. Deil-
urnar gáfu Noregskonungum tilefni
til að láta íslensk mál til sín taka,
og með aðstoð erkibiskupsins í
Niðarósi, sem ísland laut undir í
andlegum efnum, tókst Hákoni kon-
ungi Hákonarsyni loks að fá lands-
menn til að játast undir vald sitt á
árunum 1262—1264. Með því var
goðavaldinu lokið. En hin forna
skoðun, að gagnkvæmur trúnaður
væri undirstaða sambands konungs
og þegna, lifði enn, og íslendingar
enduðu samning sinn við konung
1262 með þessum orðum: “skulum
vér og vorir arfar halda við yðr
allan trúnað meðan þér og yðrir
arfar halda við oss þessa sáttar-
gjörð, en lausir ef hún rýfst at bestu
manna yfirsýn.” Skýrar og skil-
merkilegar mun hinn forngermanski
viðnámsr é 11 u r tæplega vera
oröaður í nokkru stjórnskipulegu
skjali en hér er gjört.
Af því, sem hér hefir verið sagt
að framan, er það ljóst að þó goða-