Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Til dæmis segir skáldið Johannes
Ewald svo frá, að laust eftir 1766
hafi þýðing Wielands á Shakespeare
og Ossian gjörbreytt skáldskapar-
smekk sínum. Fyrsta þýðing af heil-
um leik sem út kemur á Norðurlönd-
um er Hamlet, í Khöfn 1777. Glepsa
úr Julíus Cæsar kemur út í Þránd-
heimi 1782, úr Coriolanus í Gauta-
borg 1796. Fyrsti leikur sem út
kemur í Noregi er Coriolanus, í
Kristianíu 1818, í Svíþjóð, Macbeth
í Uppsölum 1813. Annars er engin
ástæða til að rekja nánar sögu
Shakespeares á Norðurlöndum utan
Danmerkur, því hún kemur íslend-
ingum ekki við. Þó verður að geta
þess, að á árunum 1847—51 kom út
í Svíþjóð hin klassiska þýðing á
verkum Shakespeares: Shakespeares
Dramatiska Arbeten, gerð af Carl
August Hagberg, prófessor í nýju
málunum í Lundi. íslenzku þýðend-
urnir, einkum Matthías, studdust við
þessa þýðingu, eða höfðu hana til
hliðsjónar.
f Danmörku kom fyrsta heildar-
þýðing af 6 leikjum Shakespeares á
árunum 1790—92. Höfundurinn Nils
Rosenfeldt, var upplýsingarmaður
af gamla skólanum, þýðingin var
leiðinleg og auk þess í óbundnu máli.
En næsti maður, sem þýðir Shake-
speare í Danmörku er hvorki leið-
inlegur né upplýsingarmaður; það
var Peter Försom (1777—1817). —
Hann var leikari við Konunglega
leikhúsið og skapaði þar hinn danska
mark, Minnesota University, Studies in
Language and Literature, Nr. 6. Minne-
apolis 1920 pp. 4, 116. Um Sh. i Sviþjóð,
sjá Gustav N. Swan; “Shakespeare in
Sweden,” Scandinavian Studies and Notes
Vol. 11:50—52 (1914), fremur óítarleg
grein, og ekki altaf rétt.
Hamlet vorið 1813. Sýnishorn af
þýðingu hans (Julius Cæsar Act V.)
var prentað í Minerva 1804, og á ár-
unum 1807—18 komu svo út í Khöfn
William Shakespeares Tragiske
Værker í þýðingu þeirra P. För-
soms og P. F. Wulffs, er hélt verk-
inu áfram eftir dauða Försoms.*
Þessa þýðingu Försoms telur Rund
svo góða, að síðan hafi engin betri
fram komið í Danmörku, né annars-
staðar yfirleitt, enda jöfnuðu sam-
tíðarmenn hans honum við Schlegel.
Þessar þýðingar héldu velli fram
yfir miðja öldina. Þá tók Edvard
Lembcke, konrektor í Haderslev sér
fyrir hendur að endurbæta alla þýð-
inguna. Lét hann verk Försoms
halda sér lítt breytt, en þýddi sjálfur
af nýju það sem á vantaði. Kom
verkið út undir titlinum: William
Shakespeare: Dramatiske Værker.
Oversat af P. Försom. 3. Udg. Omar-
bejdet af Edvard Lembcke. 1—18
Köbenhavn 1861—73 (2. útg. 1877—
79). Hafa íslenzku þýðendurnir ef-
laust notað útgáfuna 1861—73.
Af merkum dönskum rithöfund-
um, sem dáðust að Shakespeare má
nefna, auk Ewalds: Rahbek, Bagge-
sen, Oehlenschlager, Hauch o. fl. —
Hinsvegar sést það hvergi, að Hol-
berg hafi brúkað Shakespeare, jafn-
kunnugur og hann var þó á Eng-
landi.
Loks er að minnast á Shake-
speare-sýningar í Khöfn. Hamlet er
fyrst sýndur (Försom) 1813 og síð-
an 55 sinnum þar til 1888, þá verð-
ur langt hlé. King Lear er leikinn
* Försom þýddi Hamlet, Jul. Cæsar,
Lear, Rom. og Jul. og söguleikina: Rich.
II., Henry IV. 1—2, Henry V., Henry VI.
1—2 a. n. 1., Wulff þýddi Othello m. a.