Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 49
SHAKESPEAKE Á ÍSLANDI
31
Sennilega hefir Steingrímur séð
Lear leikinn veturinn 1858—59, þá
í síðasta sinn til margra ára. En
hað má ráða af bréfi Matthíasar 25.
okt. 1864 að Steingrímur hafi þá
hegar lokið þýðingunni, þakkar
Matthías honum þar í sínu nafni og
hjóðarinnar fyrir þetta menningar-
verk.
Lear Steingríms er þannig tví-
oiælalaust fyrsti Shakespeare-leikur
á íslenzku, þótt eigi kæmi hann út
fyr en fjórtán árum síðar, 1878,*
fjórum árum eftir Macbeth Matt-
híasar.
í millitíðinni fara ekki aðrar sög-
ur af þýðingunni en það, að Matt-
hías fær hana senda — 1 stað Mac-
heths síns — til yfirlesturs (bréf 17.
eða 18. okt. 1869) og líkar hún þá
ekki að öllu leyti, þykir hún stirð
nokkuð, og lætur á sér skilja, að
Steingrímur hafi ekki haft gott af
fjarvistunum frá “vorum heimaöldu
slordónum”, sem “tala betur “Fater-
spi'oget” en vér prófessorarnir.”
Hér má skjóta því inn, að auk
Lears þýddi Steingrímur tvö kvæði
Ur Cymbeline, er annað þeirra þegar
nefnt, hitt kallar hann “Morgun-
vísu,” og er það góð þýðing á hinu
Hæga Ijóði “Hark, hark! the lark at
heaven’s gate sings.” (Cymb. Act II.
®c- III.). Kom það fyrst út í Svan-
Þýðingasafni er þeir Matthías
&áfu út í sameiningu 1877 (2. útg.
1913 bls. 27; Ritsafn 1:117). Þar
Vnr líka kvæðið “Ei sætri kossum
Seún ár þá skín”, sem eg hefi ekki
fundið í Shakespeare (Svanhvít 2.
gv.y, Þear konungur, sorgarleikur eftir W.
SÍZes?eare 5 islenzkrd þýðingu eftir
forln r?1. Thorsteinsson, Reykjavík, á
[4-1 ^KHstjáns ö. Þorgrímssonar, 1878.
’ J-43 bls. [með athugasemdum].
útg. bls. 27—28; Ritsafn 1:24—25),
og tvö ljóð úr As you like it (Act II.
Sc. 5. og Act III. Sc. 2) undir titlin-
um “Skóglíf” (Svanhvít 2. útg. bls.
35), það eru hin frægu ljóð: “Under
the greenwood tree” og “Blow, blow,
thou winter wind,” bæði mjög snot-
ur í þýðingu, en það er galli, að
annað erindi vantar í fyrra kvæðið
og hætti er ekki haldið í hinu síðara.
Eftir þessa lykkju á leiðinni skal
aftur vikið að leikritaþýðingunum í
höndum Matthíasar. Af bréfi 25.
okt. 1864 sést, að hann hefir verið
að fást við Othello árið áður en hætt
við, “sakir annríkis, einkum þó sakir
þess að eg treysti mér ekki til þess,
enda hvatti mig enginn.” Úr því
hefir ekki orðið meira að sinni, en
26. okt. 1866 kveðst hann ætla að
reyna við Macbeth seinna um vetur-
inn. 30. mars 1867 er hann búinn
með fyrsta akt, en það er ekki fyr
en 28. apríl 1869 að Macbeth er lokið,
og hann sendur Steingrími til yfir-
lits.
Haustið eftir (17. eða 18. okt.
1869) hefir Steingrímur hvatt hann
að reyna við Hamlet, og tekur Matt-
hías því ekki ólíklega; en þá um
veturinn hefir hann haldið sér mjög
við efnið, því 29. mars 1870 skrifar
hann, að um næstu póstskipskomu
vonist hann eftir, “að hafa klúðrað
af þýðingu yfir 3 leiki Shakespeares,
nefnilega, auk Macbeths, Rómeó og
Júlíu og Othello. Með Rómeó fanst
mér að mér ganga vel, (frá mið-
þorra til 3 viku Góu), en Othello er
mér miklu erfiðari og tröllslegri við-
fangs.” Engin hjálparmeðul hafði
Matthías “nema kollóttan original-
inn og Hagberg hinn sænska, sem er
víst ágætur þýðari.” Biður hann