Hugur - 01.06.2008, Page 11
Erindi Konjusíusar viö samtímann
9
að staðhæfa að asísk heimspeki hafi ekkert fram að færa - þá geta þeir réttlætt
fyrir sjálfum sér að þurfa ekki að leggja það á sig að kynna sér hana. Hins vegar
er ég bjartsýnn á framtíðina þar sem ég verð var við aukinn áhuga á asískri heim-
speki meðal yngri heimspekinga sem finna í henni nýstárlega vinkla til að nálgast
grundvallarviðfangsefni heimspekinnar.
Mápá hugsa sér að heimspeki sem á uppruna sinn í öðrum menningarhefðum kenni
okkur að spyrja annars konar spurninga?
Vissulega. Asísk heimspeki getur til dæmis opnað augu okkar fyrir því að ýmsar
spurningar okkar, sem við höfum talið vera altækar, eru í raun háðar menningu,
tíma eða málfræðilegri formgerð tungumálsins. Sem dæmi má taka tvíhyggju
anda og efnis sem einfaldlega er ekki hægt að setja fram á forn-kínversku. Af því
má annað hvort draga þá ályktun að Kínverjarnir hafi verið svona heimskir, sem
er augljóslega fráleitt, eða að tvíhyggjan sjálf sé að minnsta kosti að hluta til háð
merkingar- og setningarfræðilegum sérkennum indó-evrópskra tungumála.
Þú segist vera bjartsýnn á að áhugi á annars konar heimspeki muni aukast ífram-
tíðinni. Um pessar mundir er allt sem snýr að Kína mikið í umræðunni og kínversk
heimspeki, einkum konfusíusarhyggja, hefurað nokkru leyti notið go'ðs afpeirri athygli.
Telurðu að konjusíusarhyggja sé að sœkja isig veðrið í heiminum og að hún muni leika
stœrra hlutverk íheimspekilegri umræðu á næstunni?
Ég hygg að konfusíusarhyggja verði meira áberandi í heimspekilegri umræðu í
framtíðinni, einkum vegna þess að hún fæst við ýmsar spurningar sem brenna
mjög á fólki í nútímanum og snúast um það að finna merkingu í heimi og lífi sem
virðast með öllu merkingarlaus. Þar að auki gerir hún þetta án þess að gera kröfu
um að fallist verði á tiltekna frumspeki eða guðfræði. I kristni, gyðingdómi, íslam,
búddisma og hindúisma er að finna frábæra innsýn af ýmsu tagi en sá sem ædar
raunverulega að tileinka sér þessar stefnur þarf að taka trú á ýmislegt sem erfitt
er að samræma nútíma eðlisfræði og líffræði. Konfusíusarhyggja gerir ekki neina
sambærilega kröfu. Auk þess teflir konfusíusarhyggjan fram áhugaverðum valkosti
gegn hinu sértæka sjálfshugtaki sem nú ræður ríkjum í pólitískri og siðferðilegri
hugsun í veröldinni en er bersýnilega ekki að auka réttlæti og jöfnuð í henni.
Konfúsíusarhyggja gæti með þessum hætti leiðrétt þá gegndarlausu einstaklings-
hyggju sem hefur rutt sér til rúms á Vesturlöndum allt frá upplýsingunni.
Konfúsíusarhyggja hefúr einnig fengið meiri athygli en áður Jyrir að vera einhvers
konar aflvaki efnahagsuppgangsins íAustur-Asíu.
Já, hér áttu við hina svoköfluðu „smádreka" eða „smátígra" í Asíu, þ.e. Suður-
Kóreu, Tævan, Singapúr og Hong Kong. Efnahagsuppgangur á þessum svæðum
er stundum kenndur við „konfusíska kraftaverkið". Það er að vissu leyti villandi
að kenna þennan efnahagsuppgang við konfúsíusarhyggju því konfúsíusarsinnar