Hugur - 01.06.2008, Side 13
Erindi Konjusiusar við samtímann
ii
að konfósískir hugsuðir hefðu fengið nægilegt svigrúm til að mæta aðstæðum á
öðrum forsendum. Það er ómögulegt að vita. Hvað sem því líður voru það öðrum
fremur konfósískir hugsuðir sem mættu mikilli andstöðu í 4. maí-hreyfingunni
1919 og jafnvel fyrir það. Hershöfðingjarnir og stjórnspekingarnir Zeng Guofan
og Li Hongzhang voru ef til vill síðustu eiginlegu konfósíusarsinnarnir en þeir
voru báðir látnir þegar komið var fram á tuttugustu öld. Svo fékk konfósíusar-
hyggja slæma útreið á tíma marxismans, einkum í menningarbyltingunni. En það
var raunar unnið gegn henni áður en allt þetta gekk í garð. I fornöld voru það
móistar, löghyggjumenn og daóistar sem herjuðu á hana; hún féll síðan í skugg-
ann af búddisma í nærri þúsund ár; fékk svo harða samkeppni frá kristindómi
og nokkru síðar frá marxisma, heimspeki Deweys og lýðræðishyggju. Hins vegar
hefór hún staðið þetta allt saman af sér sem bendir til þess að hún hafi vissulega
eitthvað að bjóða, ekki einungis í fortíðinni heldur á öllum tímum, og ekki endi-
lega bara fyrir Kínverja heldur fyrir allt mannkyn. Það kann auðvitað að vera að ég
hafi rangt fyrir mér hvað þetta varðar en sú aukna athygli sem konfósíusarhyggja
hefór notið að undanfornu kemur mér alls ekki á óvart. Svo er önnur ástæða sem
snýr sérstaklega að Kínverjum. I þeirra huga er ein áleitnasta spurning nútímans
sú hvað það merkir að vera kínverskur. Kínverskum stjórnvöldum hefor með öllu
mistekist að búa til eiginlega þjóðarvitund. Menningarbyltingin markaði pólitískt
gjaldþrot þeirra og atburðirnir þann 4. júní 1989 siðferðilegt gjaldþrot. A meðal
þeirra fræðimanna sem ég þekki í Kína er enginn sem laðast að marxisma. Á hinn
bóginn vita þeir vel að græðgisvæðing taumlausrar markaðshyggju er ekki heldur
vænleg til að stuðla að blómlegu samfélagslífi í nútíð og framtíð. Spurningin um
merkingu h'fsins er því alls ekki bara áleitin gagnvart ungu fólki á Vesturlöndum,
heldur kemur hún ekki síður við Kínverja og tengist beinh'nis þeirri spurningu
hvað það merkir að vera Kínverji á tuttugustuogfyrstu öldinni. Og eins og ég hef
margoft sagt við starfsbræður mína í Kína neyðast þeir til að horfast í augu við
Konfósíus til að geta svarað þeirri spurningu. Þeir geta breytt honum, fahist á
hann eða hafnað honum, en hvað svo sem þeir gera við hann er hann tvímælalaust
óaðskiljanlegur þáttur þess hvað það merkir að vera Kínverji í samtímanum.
Þegar heimspeki annarra menningarheima hefur verið kennd innan vestrænna heim-
spekideilda hefur löngum verið rœtt um „samanburðarheimspeki“, eins og til að réttlæta
að par sé einnig lögð stund á heimspeki sem ekki á rœtur í vestrænni hefð. Dæmi um
petta er heimspekideild Hawaii-háskóla sem öðrum fremur hefur lagt áherslu á astska
heimspeki. En er einhver pörf á að tala um „samanburðarheimspeki “? Er petta ekki
einfaldlega allt heimspeki?
Sú grein sem kennd er við „samanburðarheimspeki" á sér mjög langa hefð. Að
mínum dómi á hún sér mjög vafasama fortíð, afar bjarta nútíð en alls enga fram-
tíð. Vafasöm fortíðin helgast af því að hún var að mestu ástunduð af trúboðum
sem reyndu að komast að því að hversu miklu eða litlu leyti kínversk heimspeki
væri samrýmanleg kristindómi. Hún er spennandi í dag, því þeir sem fást við
samanburðarheimspeki eða kínverska heimspeki með hliðsjón af hinni vestrænu