Hugur - 01.06.2008, Side 13

Hugur - 01.06.2008, Side 13
Erindi Konjusiusar við samtímann ii að konfósískir hugsuðir hefðu fengið nægilegt svigrúm til að mæta aðstæðum á öðrum forsendum. Það er ómögulegt að vita. Hvað sem því líður voru það öðrum fremur konfósískir hugsuðir sem mættu mikilli andstöðu í 4. maí-hreyfingunni 1919 og jafnvel fyrir það. Hershöfðingjarnir og stjórnspekingarnir Zeng Guofan og Li Hongzhang voru ef til vill síðustu eiginlegu konfósíusarsinnarnir en þeir voru báðir látnir þegar komið var fram á tuttugustu öld. Svo fékk konfósíusar- hyggja slæma útreið á tíma marxismans, einkum í menningarbyltingunni. En það var raunar unnið gegn henni áður en allt þetta gekk í garð. I fornöld voru það móistar, löghyggjumenn og daóistar sem herjuðu á hana; hún féll síðan í skugg- ann af búddisma í nærri þúsund ár; fékk svo harða samkeppni frá kristindómi og nokkru síðar frá marxisma, heimspeki Deweys og lýðræðishyggju. Hins vegar hefór hún staðið þetta allt saman af sér sem bendir til þess að hún hafi vissulega eitthvað að bjóða, ekki einungis í fortíðinni heldur á öllum tímum, og ekki endi- lega bara fyrir Kínverja heldur fyrir allt mannkyn. Það kann auðvitað að vera að ég hafi rangt fyrir mér hvað þetta varðar en sú aukna athygli sem konfósíusarhyggja hefór notið að undanfornu kemur mér alls ekki á óvart. Svo er önnur ástæða sem snýr sérstaklega að Kínverjum. I þeirra huga er ein áleitnasta spurning nútímans sú hvað það merkir að vera kínverskur. Kínverskum stjórnvöldum hefor með öllu mistekist að búa til eiginlega þjóðarvitund. Menningarbyltingin markaði pólitískt gjaldþrot þeirra og atburðirnir þann 4. júní 1989 siðferðilegt gjaldþrot. A meðal þeirra fræðimanna sem ég þekki í Kína er enginn sem laðast að marxisma. Á hinn bóginn vita þeir vel að græðgisvæðing taumlausrar markaðshyggju er ekki heldur vænleg til að stuðla að blómlegu samfélagslífi í nútíð og framtíð. Spurningin um merkingu h'fsins er því alls ekki bara áleitin gagnvart ungu fólki á Vesturlöndum, heldur kemur hún ekki síður við Kínverja og tengist beinh'nis þeirri spurningu hvað það merkir að vera Kínverji á tuttugustuogfyrstu öldinni. Og eins og ég hef margoft sagt við starfsbræður mína í Kína neyðast þeir til að horfast í augu við Konfósíus til að geta svarað þeirri spurningu. Þeir geta breytt honum, fahist á hann eða hafnað honum, en hvað svo sem þeir gera við hann er hann tvímælalaust óaðskiljanlegur þáttur þess hvað það merkir að vera Kínverji í samtímanum. Þegar heimspeki annarra menningarheima hefur verið kennd innan vestrænna heim- spekideilda hefur löngum verið rœtt um „samanburðarheimspeki“, eins og til að réttlæta að par sé einnig lögð stund á heimspeki sem ekki á rœtur í vestrænni hefð. Dæmi um petta er heimspekideild Hawaii-háskóla sem öðrum fremur hefur lagt áherslu á astska heimspeki. En er einhver pörf á að tala um „samanburðarheimspeki “? Er petta ekki einfaldlega allt heimspeki? Sú grein sem kennd er við „samanburðarheimspeki" á sér mjög langa hefð. Að mínum dómi á hún sér mjög vafasama fortíð, afar bjarta nútíð en alls enga fram- tíð. Vafasöm fortíðin helgast af því að hún var að mestu ástunduð af trúboðum sem reyndu að komast að því að hversu miklu eða litlu leyti kínversk heimspeki væri samrýmanleg kristindómi. Hún er spennandi í dag, því þeir sem fást við samanburðarheimspeki eða kínverska heimspeki með hliðsjón af hinni vestrænu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.