Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 15
Erindi Konjusíusar við samtimann
13
raun kjarni helgiathafnadeilunnar undir lok sautjándu aldar þar sem svonefndir
aðlögunarsinnar, sem áttu rætur sínar að rekja til hugmynda ítalska trúboðans
Matteo Ricci, héldu því fram að trú Kínverja væri fyrst og fremst borgaraleg og
að grundvaUarhugsun konfúsíusarhyggju væri fullkomlega samrýmanleg kristin-
dómi. Andstæðingar þeirra neituðu þessu harðlega, sigruðu að lokum og eftir
það snerust fáir Kínverjar til kaþólsku um langa hríð. En þetta tengist raunar því
sem við ræddum í upphafi, að vestrænir heimspekingar hafa almennt ekki tekið
kínverska heimspeki alvarlega. Undantekningar voru þó vissulega til, eins og til
dæmis Leibniz sem tók hana mjög alvarlega og taldi af fullri einlægni að Evrópa
gæti lært mikið af, og ekki bara um, Kína.
En Leibniz taldi sig hafa fundið „hina hreinustu kristni“ í kinverskri menningu.
Hann vildi meina að ef hann gæti sýnt fram á að Evrópa og Kína væru annars veg-
ar fulltrúar öndverðra póla í hugsun og hugmyndaskilningi en ættu hins vegar svo
ótrúlega margt sameiginlegt, þá væri hugsanlegt að meta mætti gervallan heiminn
með hliðsjón af þessum kvarða, og þar með myndi loks opnast sá möguleiki að
binda enda í eitt skipti fyrir öll á stríð sem háð væru í nafni hugmyndaágreinings.
Þetta var hans hugsjón. Séð frá þessu sjónarhorni er um að ræða siðferðileg frem-
ur en aðferðafræðileg rök fyrir því að leita þess sem er sameiginlegt í mismunandi
menningarheimum, því ef framandi þjóðir reynast ekki svo frábrugðnar þegar
allt kemur til alls er mun erfiðara að réttlæta illa meðferð á þeim. Sjálfur einbeiti
ég mér að andstæðunum vegna þess að ég á öðru fremur í samræðum við aðra
rökgreiningarheimspekinga og þar vakir fyrir mér að sýna þeim hversu mikið þeir
gefa sér í ályktunum sínum.
Snúum okkurpá aðeins að innviðum kinverskrar heimspeki. Því er oft haldið fram að
kínversk heimspeki se' mjög hagnýt í eðli sínu. I hinu konfúsíska fomriti Zhongyong,
svo dæmise'tekið, er„viska"(zhi) skilin sem „súgeta að haga lífisínu sem best“en hún
er klárlega ekki sambærileg við fræðilega skilningsgáfu eða teóríu ígrískri hugsun. Er
yfirhöfuð gerlegt að sleppapessum fræðilegapætti?
Þótt kínversk heimspeki sé margvísleg og af ýmsu tagi er það rétt að í megin-
atriðum hneigist hún síður til að huga að fræðilegum grundvelli þekkingar en
mannlegum lífsmáta. Að mínu mati er þetta vegna þess að í kínverskri heimspeki
er ekki gerður skarpur greinarmunur á rökhugsun og tilfinningum, af þeirri ein-
földu ástæðu að tungumálið kemur í veg fyrir slíkan greinarmun. Þess vegna gæti
hreinn fræðileiki, teóría, aldrei náð yfirhöndinni í kínverskri hugsun, enda myndu
Kínveijar h'ta svo á að slíkur hreinn fræðileiki sem sniðgengur þær tilfinningar
sem tengjast þekkingu og visku sé ekki þáttur í lífinu eins og það er í raun og
veru. Það er unnt að svara með nákvæmni þeirri hrollvekjandi spurningu hvern-
ig skilvirkast sé að standa að fjöldamorðum, h'kt og gyðingar urðu fyrir í seinni
heimsstyrjöldinni, en sh'kt svar krefst hreinnar tæknilegrar hugsunar sem útilokar
ahar tilfinningar. Um leið og tilfinningum er hleypt að fellur spurningin um sjálfa