Hugur - 01.06.2008, Síða 20

Hugur - 01.06.2008, Síða 20
18 Geir Sigurðsson ræðir við Henry Rosemont Jr. Shun? Hann snýr sér einfaldlega í suður og allt gerist af sjálfu sér. I kaflanum „Reglugerðir konungsins" eftir Xunzi kemur fram að meginviðfangsefni kon- ungsins er að skipa í stöður hæfa stjórnendur og að framkvæma helgiathafnir sem æðsti fulltrúi menningarinnar. Það er allt og sumt. Það var lögð mikil áhersla á að valdhafinn ætti að ríkja en ekki stjórna og konfusíusarsinnar litu á hina fornu spekingskeisara með afar h'kum hætti og Englendingar líta á Eh'sabetu II í dag. Hún er æðsta lifandi tákn enskrar arfleifðar. Konfusíusarsinnar vildu síst af öllu fá ofvirka valdhafa sem skiptu sér af öllu. Margir telja að vegna þess að valdhafar skipuðu í stöður ráðherra og embættismanna innan kínverska regluveldisins hafi þeir verið hallir undir ahæði, en í heimspekiritunum er þetta hvergi að finna. Hvað segir Mensíus við Hui konung Liang-ríkis? „Upplýstu þjóðina, elskaðu þjóðina, njóttu þess að uppfýlla þarfir þjóðarinnar." Xunzi segir raunar að konungurinn verði stundum að vera virkur. Konungur á aldrei að ráðast á aðrar þjóðir en þarf stundum að verja sína eigin. En jafnvel samfélag byggt á stjórnleysi myndi gera hið sama og verja sig gegn utanaðkomandi árásum. A þessum forsendum held ég því samtímis fram, til dæmis í nýlegri grein, að kæra eigi núverandi forseta minn fyrir stríðsglæpi og að við eigum að leggja meiri rækt við fjölskyldu okkar, því ég tel að hugtök á borð við frjálshyggju og íhald séu orðin merkingarlaus. Vandinn, þá einkum hjá vinstristefnunni, felst í því að hafa snúið baki við fjölskyldunni og ættartengslunum og tekið upp hina sértæku hugmynd um einstaklinginn. Þannig hafa vinstri- og hægristefnan gert friðarsáttmála með því að hampa einstaklings- frelsinu, sjálfstæðinu, hinu sértæka á kostnað fjölskyldubundins vilja. Helst myndi ég því vilja leggja niður alla þessa merkimiða sem við heyrum í stjórnmála- umræðu nútímans. Þótt ég hafi ávallt verið hallari undir vinstristefnu er það ekki vinstristefna frjálslyndisstefnunnar, heldur fremur einhvers konar mannhyggja. Hvemig skilurðupá íhaldssemi Konfúsíusar? Á hinn besta mögulega hátt. Það er verkefni sérhverrar kynslóðar að spyrja sig að því hvaða þáttum menningarhefðarinnar ætti að viðhalda eins og þeir eru, hveijum ætti að breyta og hverjum ætti að kasta algerlega fyrir róða. I Samræðum Konfúsíusar er að mínu mati að finna ótal tilvitnanir í Konfusíus sem sýna að hann myndi spyrja sig sérhverrar þessara þriggja spurninga. En svo framarlega sem ég vil telja mig heimspeking og ekki bara ritskýranda konfusískra ritninga myndi ég segja að jafnvel þótt ég hafi rangt fyrir mér í þessari túlkun sit ég við minn keip og held fram þessari kröfu til kynslóðanna sem „rosemontískri" heimspeki sem er innblásin af konfusískri hugsun. Ef við klippum algerlega á hið Hðna vitum við ekki hver við erum, ef við meðtökum allt úr fortíðinni getum við ekki breytt okkur. Það er engin alhhða formúla til í þessu, en þetta er einmitt það sem fólk ætti að skiptast á skoðunum um og ræða, þ.e. í hvaða hefðir er vert að halda. Tu Weiming ogfleiri halda pvífram að konfúsíusarhyggja og lýðræði se'u fullkomlega samrýmanleg. Nú er Singapúr lýðræðisríkiformlega séð og oft lýst sem konfúsísku ríki,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.