Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 20
18 Geir Sigurðsson ræðir við Henry Rosemont Jr.
Shun? Hann snýr sér einfaldlega í suður og allt gerist af sjálfu sér. I kaflanum
„Reglugerðir konungsins" eftir Xunzi kemur fram að meginviðfangsefni kon-
ungsins er að skipa í stöður hæfa stjórnendur og að framkvæma helgiathafnir sem
æðsti fulltrúi menningarinnar. Það er allt og sumt. Það var lögð mikil áhersla á
að valdhafinn ætti að ríkja en ekki stjórna og konfusíusarsinnar litu á hina fornu
spekingskeisara með afar h'kum hætti og Englendingar líta á Eh'sabetu II í dag.
Hún er æðsta lifandi tákn enskrar arfleifðar. Konfusíusarsinnar vildu síst af öllu
fá ofvirka valdhafa sem skiptu sér af öllu. Margir telja að vegna þess að valdhafar
skipuðu í stöður ráðherra og embættismanna innan kínverska regluveldisins hafi
þeir verið hallir undir ahæði, en í heimspekiritunum er þetta hvergi að finna. Hvað
segir Mensíus við Hui konung Liang-ríkis? „Upplýstu þjóðina, elskaðu þjóðina,
njóttu þess að uppfýlla þarfir þjóðarinnar." Xunzi segir raunar að konungurinn
verði stundum að vera virkur. Konungur á aldrei að ráðast á aðrar þjóðir en þarf
stundum að verja sína eigin. En jafnvel samfélag byggt á stjórnleysi myndi gera
hið sama og verja sig gegn utanaðkomandi árásum. A þessum forsendum held ég
því samtímis fram, til dæmis í nýlegri grein, að kæra eigi núverandi forseta minn
fyrir stríðsglæpi og að við eigum að leggja meiri rækt við fjölskyldu okkar, því ég
tel að hugtök á borð við frjálshyggju og íhald séu orðin merkingarlaus. Vandinn,
þá einkum hjá vinstristefnunni, felst í því að hafa snúið baki við fjölskyldunni og
ættartengslunum og tekið upp hina sértæku hugmynd um einstaklinginn. Þannig
hafa vinstri- og hægristefnan gert friðarsáttmála með því að hampa einstaklings-
frelsinu, sjálfstæðinu, hinu sértæka á kostnað fjölskyldubundins vilja. Helst
myndi ég því vilja leggja niður alla þessa merkimiða sem við heyrum í stjórnmála-
umræðu nútímans. Þótt ég hafi ávallt verið hallari undir vinstristefnu er það ekki
vinstristefna frjálslyndisstefnunnar, heldur fremur einhvers konar mannhyggja.
Hvemig skilurðupá íhaldssemi Konfúsíusar?
Á hinn besta mögulega hátt. Það er verkefni sérhverrar kynslóðar að spyrja sig
að því hvaða þáttum menningarhefðarinnar ætti að viðhalda eins og þeir eru,
hveijum ætti að breyta og hverjum ætti að kasta algerlega fyrir róða. I Samræðum
Konfúsíusar er að mínu mati að finna ótal tilvitnanir í Konfusíus sem sýna að hann
myndi spyrja sig sérhverrar þessara þriggja spurninga. En svo framarlega sem ég
vil telja mig heimspeking og ekki bara ritskýranda konfusískra ritninga myndi ég
segja að jafnvel þótt ég hafi rangt fyrir mér í þessari túlkun sit ég við minn keip
og held fram þessari kröfu til kynslóðanna sem „rosemontískri" heimspeki sem
er innblásin af konfusískri hugsun. Ef við klippum algerlega á hið Hðna vitum
við ekki hver við erum, ef við meðtökum allt úr fortíðinni getum við ekki breytt
okkur. Það er engin alhhða formúla til í þessu, en þetta er einmitt það sem fólk
ætti að skiptast á skoðunum um og ræða, þ.e. í hvaða hefðir er vert að halda.
Tu Weiming ogfleiri halda pvífram að konfúsíusarhyggja og lýðræði se'u fullkomlega
samrýmanleg. Nú er Singapúr lýðræðisríkiformlega séð og oft lýst sem konfúsísku ríki,