Hugur - 01.06.2008, Page 21
Erindi Konfúsíusar við samtímann
19
pannig aðfrápessum sjónarhóli virðist unnt að sameinapetta tvennt. A hinn bóginn
gagnrýna margir Singapúr Jyrir alræðistilhneigingar og ólýðræðislega stjórnarhætti.
Hver erpín afstaða til sambands lýðræðis og konfúsíusarhyggju? Eigapau illa sam-
an?
Það held ég ekki. En það veltur mjög á því hvers kyns skilgreiningu eða skilning
maður heíur á lýðræði. Minn eigin skilningur er sá að hver og einn ætti að hafa
eitthvað um þá þætti að segja sem ákvarða líf þeirra með beinum hætti. Þetta er
auðvitað ekki nákvæm skilgreining því síðan þarf að spyrja hversu mikið þeir ættu
að geta sagt til um það og við hvern. Ég myndi ekki vilja svara því með einföldum
hætti, en ég held að flestir skilji hvað átt er við með því að allir ættu að geta
tekið þátt í orðræðu um sh'ka þætti. Þetta er óvinsæll skilningur því samkvæmt
honum er varla nokkurs staðar að finna eiginlegt lýðræði og að minnsta kosti ekki
í Bandaríkjunum. I kapítalískum löndum er fólk ráðið í störf hjá fyrirtækjum
sem segja því hvað það á að gera, hvernig það á að gera það, hversu mikið það fær
greitt fyrir það og jafnvel í hvaða fötum það á að vera. Svo eyðum við þriðjungi
lífsins með þessum hætti. Það er ekki mikið lýðræði í þessu. Oft kjósum við á milli
tveggja nánast óaðgreinanlegra fulltrúaflokka. Það er ekki heldur mikið lýðræði
í því. I mörgum löndum er hvorki hlutfallslegt fulltrúavald né fer þar fram rað-
valskosning, en það væri mun lýðræðislegra en þau stjórnarform sem eru ráðandi
um þessar mundir. Spurningin er því: hvaða lýðræði, réttur hverra? Hvað varðar
Kína samtímans myndi ég gjarnan vilja sjá fólk geta haft meira um þá þætti að
segja sem hafa áhrif á Hf þeirra en hið sama gildir um mitt eigið land. I sígildri
konfusíusarhyggju má finna fjölmargar tilvísanir til sambærilegrar kröfu.
Telurpú æskilegt að menntafólk sem aðhyllist hina svokölluðu „nýju konfúsíusarhyggju “
væri gagnrýnna á kínverskt samfélag og stjórnmál?
Já, að sjálfsögðu, ef ég á að svara þér hreint út. En samtímis geri ég mér fiilla grein
fyrir erfiðum aðstæðum þess. Enda þótt ég bölsótist hástöfum út í ríkisstjórn mína
þarf ég ekki að lifa í ótta við að vera varpað í fangelsi eða fangabúðir. Starfsbræður
mínir í Kína gætu ekki sagt hið sama. I nýlegri grein um fjölskylduhyggju sem
ég samdi með Roger Ames og birt var í tímaritinu Dao tökum við fram að við
gagnrýnum þætti sem við skiljum vel að kínverskir starfsbræður okkar kunna vel
að vera tregir til að gagnrýna, því við höfum notið ávaxtanna af fullkomnu mál-
frelsi en þeir ekki. Það sem ég vildi gjarnan sjá er að kínverskir starfsbræður okkar
fjölluðu um konfúsíusarhyggju á eigin forsendum. Ég held að of margir séu að
rembast við að setja fram vestræna túlkun á konfúsískri hefð. Þetta kemur berlega
í ljós í nýlegri og mikilh umræðu um konfúsíska fjölskydduhyggju í Kína þar sem
flestir höfúndar setja hana í samhengi við annað hvort Kant eða nytjahyggju,jafn-
vel Aristóteles. Stundum er Rawls þarna í bakgrunninum. En með þessum hætti
er engin leið að skilja afstöðu konfúsíusarhyggjunnar sjálfrar. Þeir gera endalausar
tihaunir til að finna altæka meginreglu að verki í þremur fornum lykiltilvitnunum,
þar á meðal einni þar sem Konfúsíus hnýtir í son fyrir að ákæra föður sinn fyrir