Hugur - 01.06.2008, Side 38

Hugur - 01.06.2008, Side 38
36 Ragnar Baldursson þýðingarnar á stærri þjóðtungunum á borð við ensku eru beint úr frummálinu og byggja á viðteknum túlkunum kínverskra fræðimanna. Margar síðari þýðingar draga fram merkingarblæbrigði og óhefðbundna túlkunarmöguleika. Þá er gjarn- an gengið út frá því að lesendur hafi kynnt sér eldri þýðingar og leggi þær til grundvallar. Þegar þessar óhefðbundnu þýðingar eru svo lagðar til grundvallar að þýðingum á önnur tungumál er hætt við að hin upphaflega merking hverfi með öllu vegna misskilnings og takmarkaðrar þekkingar þýðandans á formgerð og innviðum textans. Það eykur enn á dulúð verksins að með öllu er óvíst og reyndar fremur ólíklegt að meintur höfúndur þess, Laozi (T)fyý, hafi nokkurn tíma verið til. Samkvæmt hefðinni hefúr Laozi verið talinn samtíðamaður Konfúsíusar (551-479 f.Kr.), nokkrum árum eldri en hann. Fjöldi fræðimanna hefúr í tvö þúsund ár reynt að grafast fyrir um þennan dularfúlla höfúnd Bókarinnar um veginn án ótvíræðrar niðurstöðu. Kínverski sagnfræðingurinn Sima Qian sem uppi var á fyrstu öld f.Kr. tiltekur þijá möguleika um persónu Laozi en kemst að lokum að þeirri nið- urstöðu að engin leið sé að komast að sannleikanum um það. Ymsar þjóðsagnakenndar frásagnir urðu til um Laozi og afrek hans. Til eru nokkrar sögur um að Konfúsíus hafi hitt Laozi og þótt mikið til um visku hans. En þær eru skráðar tveimur til þremur öldum síðar án stoðar í samtíðaheimildum og virðist þeim einkum ætlað að mikla hlut Laozi á kostnað Konfúsíusar. Sam- kvæmt þjóðsögunni á Laozi á gamalsaldri að hafa farið í vesturátt. Þegar búdd- ismi barst til Kína héldu sumir kínverskir fræðimenn í fyrstu að þar væri komin vestræn útgáfa af daoisma. Löngu síðar þegar Kínverjar komust í snertingu við kristni komust á kreik sögur um að Jesú væri í rauninni Laozi. Þessar þjóðsögur bera vott um þá trú að Kína væri mesta menningarríki veraldar og óh'klegt væri að mikilvægir hugmyndastraumar ættu uppruna annars staðar í heiminum. „Laozi“ þýðir „hinn aldni meistari" eða „öldungur" en á þessum tíma tíðkaðist að ýmis djúpvitur ummæli væru tileinkuð öldungum, og er vitað um að minnsta kosti tvö önnur ritsöfn frá sama tímabili undir því heiti. Hið sama á h'klega við um Bókina um veginn eins og breytileg hugtakanotkun og stíll bera vitni um. Líklegast er að hún sé safnrit tilvitnana í daoíska spekinga sem ýmsir fúlltrúar skólans hafa tekið saman. Stöku textabrot og setningar koma endurtekið fyrir í mismunandi samhengi sem væri óh'klegt ef bókin ætti sér einungis einn höf- und. Jafnframt er nær helmingur verksins með rími sem ber vott um munnlega arfleifð. Auk Bókarinnar um veginn er Zhuangzi (Chuang tzu skv. eldri umritun) þekkt- asta daoíska rit Kínverja og er það kennt við samnefndan fræðimann sem uppi var u.þ.b. 369-286 f.Kr. Þar eru hugmyndir daoista kynntar með frásögnum og dæmisögum á skýrari hátt en gert er í knöppum og dulúðugum texta Bókarinnar um veginn. Eftir sem áður er Bókin um veginn það höfúðrit sem daoistar hafa einatt lagt til grundvaUar og þar hljóta samtímanemendur þessarar heimspeki að hefja nám sitt. Þar er grunnurinn lagður að heimsmynd daoista og pólitískum boðskap. Til forna voru í umferð margar mismunandi útgáfúr af Bókinni um veginn með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.