Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 40
38
Ragnar Baldursson
merkingu til að talsmenn ólíkrar heimspeki og stjórnmálastefnu gátu notað það
yfir hugmyndir sínar. Stjórnspekingar Kina til forna voru sammála um það eitt að
lausnin á öllum vanda væri fólgin í „dao“, þótt þeir væru á öndverðum meiði um
inntak þess. Fylgismenn Konfusíusar sökuðu daoista um að grafa undan „dao“
og stuðla að glundroða og siðleysi; og daoistarnir gagnrýndu hugmyndafræði
Konfusíusar fýrir að hafna „dao“ og afvegaleiða náttúrulega framvindu.
Jafnvel þótt flestir kínverskir hugsuðir fyrri tíma hafi notað „dao“ yfir eigin
stefnu, þá eru daoistar þeir einu sem beinlínis draga nafn sitt af „dao“ (dao jia,
íl^), auk trúarlegs afbrigðis daoismans (dao jiao, sem sameinar í ein-
um potti hefðbundin hindurvitni og landlæga náttúrvættatrú Kínverja. Tilkall
daoista til „dao“-heitisins umfram aðrar stefnur felst ekki aðeins í heiti grunnrits
þeirra heldur fremur í því að „dao“ er það grunnhugtak sem heimspeki þeirra
snýst um.
Þrátt fyrir mikilvægi „dao“ í heimspeki daoista er notkun þeirra á hugtakinu
svo dulúðug að margir þýðendur hafa gefist upp við þýðingu þess og nota í stað-
inn hljóðlíkinguna „dao“ sem tökuorð. Skkt mætti túlka sem viðurkenningu á
yfirburðum kínversku sem miðils fyrir skilning á hinstu rökum tilverunnar, sem
hæpið er að fái staðist. Aðrir þýðendur hafa gengið á lagið og nýtt sér óræðni
„dao“ til að hnika hugmyndum daoismans í farveg eigin heimsmyndar með vafa-
samri þýðingu hugtaksins. Notkun orðsins „Alvald“ yfir „dao“ er dæmi um þessa
tilhneigingu, þar sem daoisminn er aðlagaður að vestrænni dulspeki og algyð-
istrú.
I Bókinni um veginn er „dao“ annarsvegar notað yfir hinstu rök tilverunnar,
grundvallareðU heimsins frá upphafi vega, sem sé ósundurgreinanlegt og ólýsan-
legt, og hinsvegar yfir eðli og eigind einstakra ferla og fyrirbæra. Jafnframt er það
notað yfir stjórnmálastefnu daoista og hugsjón sem er ætlað að endurspegla og
þjóna náttúrulegu eðli umheimsins og tryggja þar með bestu þroskaskilyrði fyrir
fyrirbæri hans.
Eftir áralangar vangaveltur um hvernig best sé að þýða daoíska hugtakið „dao“
yfir á íslensku er niðurstaða höfundar sú að „ferli“ komist einna næst því að ná
þeirri grunnhugmynd daoista sem lýst er í Bókinni um veginn. Orðið „ferM“ er
nútímatískuorð sem hefur að ýmsu leyti svipaðar hliðarmerkingar og tískuorðið
„dao“ hafði þegar Bókin um veginn varð til. Það vísar til stefnubundinnar náttúru-
legrar hreyfingar fremur en staðnaðs ástands, sem endurspeglar ágætlega heims-
mynd daoista, jafnvel betur en hefðbundin notkun orðsins „dao“ í kínversku.
Athygflsvert er að lýsing þessa gamla rits á eðk umheimsins er að mörgu leyti
nær nútímahugmyndum en sú frumspekilega heimsmynd sem vestrænir heim-
spekingar aðhyktust lengst af fram eftir öldum, þar sem litið var á heiminn sem
samansafn óbreytanlegra fyrirbæra sem voru skilgreind, flokkuð og skipað hverju
á sinn stað. Segja má að skilningur daoista á ferkslægu eðli umheimsins og innra
samhengi hans hafi rist mun dýpra. Þeir gerðu sér grein fyrir því hvernig fyrir-
bæri umheimsins umbreytast og dafna í flóknum innbyrðis ferlum tilvistar og
tilveruleysis, fæðingar og dauða.
Besta leiðin til að sannreyna hvernig notkun orðsins „ferk“ sem útlegging á