Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 50
48
Jón Egi/l Eyþórsson
að nafni Wang Bi EEjSj. Hann lést aðeins 23 ára gamall en hafði þá þegar skilið
eftir sig skýringar við Breytingaritninguna og Bókina um veginn og dyggðina (Dao
De Jing MÍæ'JM) auk fjölmargra lærðra ritgerða. Skýringar hans við bæði Breyt-
ingarnar og Bókina um veginn og dyggðina þykja með því innsæisríkasta sem ritað
hefur verið um þessa fornu texta. Skýringar hans við Breytingamar voru teknar
inn í hinn opinbera keisaralega „helgiritalista" konfusískrar heimspeki þótt Wang
Bi teljist sjálfur til skóla ný-daoista.
Táknmyndir Breytingaritningarinnar og merkingþeirra
Hvort sem leitast er við að öðlast skilning á Breytingaritningunni sem véfrétt
eða siðfræði, ellegar heimsmyndarfræði eða heimspeki, er nauðsynlegt að öðlast
skilning á því táknmyndakerfi sem hún grundvallast á. Breytingaritningin skiptist
í tvær aðaleiningar. Annars vegar er elsti hluti bókarinnar, ritningin sjálf sem ým-
ist er nefnd YiJing JPjIM eða Zhou Yi M!H> en hefðin segir að hún hafi verið rituð
afWen konungi Jf -F og syni hans Ji Dan sem þekktari er sem Hertoginn
af Zhou Og hins vegar er sá hluti sem hefðin eignar Konfúsíusi7 og er
oftast kallaður Vængimir tíu, Shi Yi eða einfaldlega Skýringar við Breyting-
amar, Yi Zhuan Ritningarhluti verksins samanstendur af 64 sexgröfúm (26),
táknmyndum sem byggðar eru upp af sex línum sem ýmist eru heilar eða brotnar.
Þessi sexgröf kölluðu Kínverjar til forna gua og h'nurnar kölluðustyao JJ, heil
h'na yangyao fiBjSt og brotin yinyao Texti ritningarhluta verksins snýst um
að skýra merkingu hvers sexgrafs fyrir sig og síðan hverrar h'nu innan tiltekins
sexgrafs með ýmsum stuttum og oft torræðum myndlíkingum sem kallast textar
við sexgröfin eða gua ci Éhít? og línutextar eða yao ci x.fi'h-
Upprunaleg merking heilu og brotnu línanna er ekki ljós, en þær voru snemma
tengdar hinum velþekktu andstæðum yin og yang í kínverskri frumspeki, þar sem
yang stendur fyrir hið sterka, ljósa, karlmannlega, létta og oddatölur, en yin fyrir
hið eftirgefanlega, myrka, kvenlega, þunga og sléttar tölur. Þessi yin og yang-hug-
myndafræði og skilningur á henni er grundvaUaratriði í öllum fræðum viðkomandi
Breytingaritningunni. Vissulega stangast ýmislegt hér á við pólítíska rétthugsun
nútímans. I því sambandi er þó mikilvægt að forðast að henda barninu út með
baðvatninu og minnast þess að Breytingaritningin og yin og yang-hugmynda-
fræðin spretta upp úr frumstæðari samfélagsgerð með gildum svo frábrugðnum
okkar í dag að varla er rétt að dæma þau út frá forsendum nútímans. Höfúndi
þessarar greinar þykir ljóst að líta má á hið „kvenlega" sem jafnað er til hins
„myrka“ og „eftirgefanlega" sem þætti er varða líffræðilegan mun karls og konu
fremur en að hér sé á ferðinni skírskotun til hjarta og hugar konunnar. Maðurinn
og mannshugurinn sem slíkir eru líka samsettir úr bæði yin og yang og ber ekki
að skilja sem svo að karlar séu hreint yang og konur hreint yin. Jafnvel Ijósið sjálft
7 Seinni tíma sagnfræði dregur stórlega í efa að Konfusíus sjálfur hafi ritað þessa kafla, m.a. vegna
þess að það virðist vera vitnað í Konfusíus í textanum. Sennilega voru þessir kaflar ritaðir eftir
lians dag en skírskotanir og mikilvægi þeirra fyrir seinni tíma konfusíusarhyggju eru ótvíræð.