Hugur - 01.06.2008, Side 68

Hugur - 01.06.2008, Side 68
66 Svavar Hrafn Svavarsson ævinlega við allar aðstæður vera F. Margir heimspekingar notfærðu sér þetta skil- yrðissamband og drógu af því margvíslegar niðurstöður, heimspekingar á borð við Herakleitos, Demokrítos, Prótagóras og Sextos Empeirikos. AUir gera þeir einnig ráð fyrir, eins og Burnyeat segir, „að einungis sé rétt að segja skilyrðislaust að hunang sé sætt og spýta bein, eða að rangt sé að kvænast systur sinni, ef öllum sýnist svo“.3 Ef þessi tillaga Burnyeats er rétt, sem hún vafalaust er, þá samþykkja þeir h'ka: (b) ef x virðist óbrigðullega vera F,pá er x raunverulega F. Obrigðul sýnd x-ins sem F, tryggir að x er raunverulega F. Þá má breyta skilyrðissamböndunum tveimur í: (c) x er raunverulega F ef og aðeins ef x virðist óbrigðullega vera F. Það er erfitt að finna dæmi um (b) hjá þessum heimspekingum. Astæðan virðist vera einföld: þeir sem nota (a) sampykkja iðulega að ekkert virðist óbrigðullega vera F. Þess vegna neita þeir því að nokkuð sé raunverulega F. Staðhæfing (c) er aðeins nauðsynleg ef maður vill sýna að eitthvað sé raunverulega F, því það virðist óbrigð- ullega vera F. Ef hún er yfirleitt notuð, þá er hún notuð af þeim heimspekingum sem vilja mæta staðhæfingunni með því að segja að eitthvað virðist í raun og veru óbrigðullega vera F, en ekki hinum sem alhæfa um brigðulleika sýndanna. En hvaða mynd sem föllyrðingin tekur á sig, þá kemur hún undarlega fyrir sjónir. Það virðist blasa við að sú staðreynd að sýndir stangast á segir okkur ekkert um það sem virðist heldur aðeins að annað hvort heför einhver rangt fyrir sér eða áhorfendur og/eða aðstæður eru ólíkar. Spýta er bein eða bogin eftir því hvort henni er stungið í vatn eða ekki. Samkvæmt fyrstu fuUyrðingunni er hún ekki raunverulega bogin eða bein. Þess vegna segir Sextos Empeirikos: „af þeirri stað- reynd að sumum virðist hunang beiskt en öðrum sætt,leiðir Demokrítos að það sé hvorki beiskt né sætt, en Herakleitos að það sé hvort tveggja" {Höjuðdrættirpyrr- honismans 2.63). Samt hélt fullyðingin velli. Burnyeat nefnir marga sem heillast af henni: á 20stu öldinni til dæmis þeir Bertrand Russell, Alfred Ayer og J.L. Mackie. Hinn síðastnefndi heför notað róttækan mun á siðferðisviðhorföm ólíkra hópa og þjóðfélaga til að sýna að gildi tilheyri ekki „hludægum vefnaði" heims- ins. Burnyeat vitnar til viðbragða Johns Austin, málsvara brjóstvitsins, í Sense and Sensibilia (frá 1962) við notkun föllyrðinga eins og þeirrar fyrstu: „Hvað er rangt, hvað kemur yfirleitt á óvart, við þá hugmynd að spýta sé bein en virðist stundum vera bogin? Heldur einhver að sé eitthvað beint þá verði það að gjöra svo vel að virðast vera beint ávallt og undir öllum kringumstæðum? Augljóslega er enginn þessarar skoðunar."4 En það er einmitt þetta sem margir hafa gert ráð fyrir, ekki bara í tilfelli spýtunnar og annarra skynjanlegra hluta, heldur allra dóma um veru- leikann. Austin heldur áfram og spyr: Hver er eiginlega vandinn? Ágreiningur sýndanna segir okkur við fyrstu sýn ekkert um það hvernig hlutir raunverulega eru. Hins vegar segir hann okkur - eða getur allavega sagt okkur - að menn séu ósammála um hvernig hlutirnir eru, hvort sem sú deila verður auðveldlega leyst eða ekki. Sú staðreynd að um þetta er deilt fær mann kannski 3 Burnyeat (1979:73). 4 Austin (1962: 29): „What is wrong, what is even faintly surprising, in the idea of a stick’s being straight but looking bent sometimes? Does anyone suppose that if something is straight, then it jolly well has to look straight at all times and in all circumstances? Obviously no one seriously supposes this.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.