Hugur - 01.06.2008, Page 79
Stokkar og steinar Platons
77
að skynjanlegir hlutir séu jafnir einum hlut og ójafnir öðrum; Platon er einfaldlega
ekki að tala um sýndir samkvæmt túlkun Murphys. Og hvers vegna ætti Platon
að segja að skynhlutir virðist vera jafnir einum hlut og ójafnir öðrum ef skoðun
hans er sú að þeir séu jafnir einum hlut og ójafnir öðrum? Murphy verður að skilja
sögina fainespai öðruvísi, ekki sem virðast vera heldur sem vera Ijóslega. Og þetta
hafa flestir túlkendur gert.35
Gríska sögnin er tvíræð. Hún getur bæði merkt virðast vera og vera Ijóslega.
Venjulega leysist úr tvíræðninni á þann hátt að sögnin stýrir ýmist nafnhætti
(virðast vera) eða lýsingarhætti (vera ljóslega). Hér stýrir hún hvorugu. Þess vegna
leyfast báðar túlkunarleiðirnar. Athugum nú seinni möguleikann, að sögnin merki
vera Ijðslega. Við sjáum innan tíðar að hann hlýtur að vera rangur, því Platon sjálf-
ur kynnir til sögunnar týnda nafnháttinn þegar hann tekur saman rökfærslu sína
skömmu síðar.
En áður en við víkjum að þessum textafræðilegu rökum verður að kanna heim-
spekileg rök Murphys fyrir því að hafna þeirri túlkun sem ég setti fram. Sam-
kvæmt henni væri aðeins rétt að álykta - að dómi Murphys - að einhver hefði
rangt fyrir sér, en ekki það sem Platon vildi sýna, að það væri í raun munur á
hinu jafna sjálfu og skynjanlegum jöfnum hlutum, og að þessi munur væri að
skynjanlegir jafnir hlutir væru bæði jafnir og ójafnir, en hið jafna sjálft væri bara
jafnt.36
Nú efast enginn um að Platon vilji gera greinarmun á skynjanlegum jöfnum
hlutum og hinu jafna sjálfu. Og greinarmunur er gerður samkvæmt báðum túlk-
unarleiðum. Minn greinarmunur er sá að skynjanlegir jafnir hlutir virðast vera
ýmist jafnir eða ójafnir, en hið jafna sjálft virðist óbrigðullega vera jafnt. Greinar-
munur Murphys er sá að skynjanlegir jafnir hlutir séu ljóslega jafnir og ójafnir, en
hið jafna sjálft sé ljóslega jafnt. Það sem fyrri túlkunin hefur umfram hina síðari
er að hún veitir svar við spurningunni hvaðan við fáum þekkingu á hinu jafna
sjálfu, hvað það sé, þ.e.a.s með því að hið jafna sjálft virðist óbrigðuflega vera jafnt.
Þegar stokkar og steinar virðast okkur vera ójafnir (eða jafnir) gemr okkur skjöpl-
ast. Þegar hið jafna sjálft virðist okkur vera jafnt getur okkur ekki skjöplast. Hér
hvílir mikilvægi greinarmunarins: vitsmunaleg tengsl okkar við þessar sýndir eru
óh'k, hvernig við upplifum hið jafna sjálft ogjafna skynjanlega hluti. Það sem máli
skiptir á þessum stað í rökræðunni er þekkingin, ekki verufræðileg staða frum-
mynda og skynjanlegra hluta, því Platon er hér að svara spurningunni hvernig við
vitum að hið jafna sjálft sé jafnt.37
En þessar heimspekilegu ástæður gegn túlkun Murphys em óþarfar, því týndi
nafnhátturinn skýmr upp koflinum hjá Platoni örfltlu síðar, þegar hann tekur
saman mál sitt. Höldum áfram með orðaskipti Sókratesar og Simmíasar. I flnum
7407-03 ítrekar Sókrates að skynhlutir minni mann á fmmmyndir, en hann segir
(74d4“7):
35 Það er fljótlegra að telja upp þá sem eru andsnúnir túlkun Murphys: White (1987: 200), (1992:
280-85) °g Penner (1987).
36 Sbr. Bostock (1986: 73) and Rowe (1988:170).
37 Itarlegri greinargerð fyrir þessum rökum er að finna hjá Svavari Hrafni Svavarssyni (2009).