Hugur - 01.06.2008, Page 89
Skilið á milli
8 7
Agreiningur
Ef við hverfum aftur til þeirra Guddu og Gvendar í sófanum vakna tvær spurn-
ingar. Fyrst getum við spurt hvort þau greini raunverulega á þegar annað þeirra
segir skemmtiþáttinn fyndinn og hitt segir hann ófyndinn. Ef svarið við því er
jákvætt er svo rétt að spyrja hvort ágreiningurinn sé villulaus.
Til að byrja með skulum við gera ráð fyrir að hér sé ágreiningur á ferðinni.
Staðhæfingar Guddu og Gvendar eru sem sagt ósamrýmanlegar. Þá er eðlilegt
að spyrja: Er það mögulegt að ágreiningur þeirra sé villulaus, það er að hvorki
Gvendur né Gudda hafi rangt fyrir sér?
Eitt mögulegt svar er auðvitað að hafna því að ágreiningur geti verið villulaus
og segja að annað hvort Gvendur eða Gudda hljóti að hafa rangt fyrir sér. Sh'ka
afstöðu má til dæmis byggja á hluthyggju (e. objectivism) um fyndni. Hluthyggja
um tiltekið fyrirbæri er sú kenning að það hvort fyrirbærið er til og/eða hvernig
það er velti ekki á hugsunum okkar um það. Hluthyggja um fjöll (sem er líklega
fremur útbreidd kenning) er til dæmis sú kenning að fjöllin séu til óháð því hvort
við vitum af þeim eða höldum að þau séu til, þau hafi verið til löngu áður en við
urðum til og fórum að hugsa um fjöll og að þau geti haldið áfram að vera til
jafnvel þótt enginn verði til staðar til að hugsa um þau. Hluthyggja um fyndni
er þá sú kenning að það hvort eitthvað sé fyndið, eins og tiltekinn brandari eða
skemmtiþáttur, sé óháð því hvort einhverjum finnist það fyndið. Þá er umræddur
skemmtiþáttur einfaldlega annað hvort fyndinn eða ófyndinn, óháð því hvernig
Gudda eða Gvendur bregst við honum. Það hvort þátturinn er fyndinn er hlið-
stætt við eiginleika eins og lengd hans í mínútum sem er óháð því hvað þau
Gvendur og Gudda telja að þátturinn hafi staðið lengi. Rétt eins og annað þeirra
hlýtur að hafa rangt fyrir sér ef Gvendur segir þáttinn hafa staðið í 30 mínútur
og Gudda segir að svo sé ekki hlýtur annað þeirra að hafa rangt fyrir sér um það
hvort þátturinn er fyndinn.
Stærsti gallinn á hluthyggjunni sem svari í þessu tilfelli er að hún er ekki sérlega
sannfærandi. Erum við tilbúin að samþykkja að það sé með öllu óháð hugarfari
Gvendar og Guddu, eða „greypt í stein“, hvort skemmtiþátturinn er fyndinn eða
ekki?Ætti þetta að gilda um alla aðra eiginleika h'ka? Er það h'ka hlutlægt hvort
sófinn sem Gudda og Gvendur sitja í er þægilegur eða hvort poppkornið sem þau
borða er hæfilega salt? Ef hluthyggja er alltaf svarið er afleiðingin höfnun á öllum
huglægum eiginleikum sem er ekki mjög trúverðug niðurstaða. Og ef hluthyggja
er ekki alltaf svarið þótt hún sé það þegar fyndni á í hlut eigum við enn eftir að
gera grein fyrir því hvernig leysa skal það er virðist vera villulaus ágreiningur
um þá eiginleika sem ekki eru hlutlægir. Hluthyggjunni er þar með hafnað sem
heppilegri lausn.
Önnur leið til að útiloka að ágreiningur Guddu og Gvendar sé villulaus er
nokkuð sem ég hef kallað einveldishyggju. Hugsum okkur að Gvendur sé kóngur
og fái að ráða öllu, líka því hvað er fyndið og hvað ekki. Það sem er fyndið er
samkvæmt skilgreiningu hvaðeina sem kitlar hláturtaugar Gvendar og hann telur