Hugur - 01.06.2008, Síða 89

Hugur - 01.06.2008, Síða 89
Skilið á milli 8 7 Agreiningur Ef við hverfum aftur til þeirra Guddu og Gvendar í sófanum vakna tvær spurn- ingar. Fyrst getum við spurt hvort þau greini raunverulega á þegar annað þeirra segir skemmtiþáttinn fyndinn og hitt segir hann ófyndinn. Ef svarið við því er jákvætt er svo rétt að spyrja hvort ágreiningurinn sé villulaus. Til að byrja með skulum við gera ráð fyrir að hér sé ágreiningur á ferðinni. Staðhæfingar Guddu og Gvendar eru sem sagt ósamrýmanlegar. Þá er eðlilegt að spyrja: Er það mögulegt að ágreiningur þeirra sé villulaus, það er að hvorki Gvendur né Gudda hafi rangt fyrir sér? Eitt mögulegt svar er auðvitað að hafna því að ágreiningur geti verið villulaus og segja að annað hvort Gvendur eða Gudda hljóti að hafa rangt fyrir sér. Sh'ka afstöðu má til dæmis byggja á hluthyggju (e. objectivism) um fyndni. Hluthyggja um tiltekið fyrirbæri er sú kenning að það hvort fyrirbærið er til og/eða hvernig það er velti ekki á hugsunum okkar um það. Hluthyggja um fjöll (sem er líklega fremur útbreidd kenning) er til dæmis sú kenning að fjöllin séu til óháð því hvort við vitum af þeim eða höldum að þau séu til, þau hafi verið til löngu áður en við urðum til og fórum að hugsa um fjöll og að þau geti haldið áfram að vera til jafnvel þótt enginn verði til staðar til að hugsa um þau. Hluthyggja um fyndni er þá sú kenning að það hvort eitthvað sé fyndið, eins og tiltekinn brandari eða skemmtiþáttur, sé óháð því hvort einhverjum finnist það fyndið. Þá er umræddur skemmtiþáttur einfaldlega annað hvort fyndinn eða ófyndinn, óháð því hvernig Gudda eða Gvendur bregst við honum. Það hvort þátturinn er fyndinn er hlið- stætt við eiginleika eins og lengd hans í mínútum sem er óháð því hvað þau Gvendur og Gudda telja að þátturinn hafi staðið lengi. Rétt eins og annað þeirra hlýtur að hafa rangt fyrir sér ef Gvendur segir þáttinn hafa staðið í 30 mínútur og Gudda segir að svo sé ekki hlýtur annað þeirra að hafa rangt fyrir sér um það hvort þátturinn er fyndinn. Stærsti gallinn á hluthyggjunni sem svari í þessu tilfelli er að hún er ekki sérlega sannfærandi. Erum við tilbúin að samþykkja að það sé með öllu óháð hugarfari Gvendar og Guddu, eða „greypt í stein“, hvort skemmtiþátturinn er fyndinn eða ekki?Ætti þetta að gilda um alla aðra eiginleika h'ka? Er það h'ka hlutlægt hvort sófinn sem Gudda og Gvendur sitja í er þægilegur eða hvort poppkornið sem þau borða er hæfilega salt? Ef hluthyggja er alltaf svarið er afleiðingin höfnun á öllum huglægum eiginleikum sem er ekki mjög trúverðug niðurstaða. Og ef hluthyggja er ekki alltaf svarið þótt hún sé það þegar fyndni á í hlut eigum við enn eftir að gera grein fyrir því hvernig leysa skal það er virðist vera villulaus ágreiningur um þá eiginleika sem ekki eru hlutlægir. Hluthyggjunni er þar með hafnað sem heppilegri lausn. Önnur leið til að útiloka að ágreiningur Guddu og Gvendar sé villulaus er nokkuð sem ég hef kallað einveldishyggju. Hugsum okkur að Gvendur sé kóngur og fái að ráða öllu, líka því hvað er fyndið og hvað ekki. Það sem er fyndið er samkvæmt skilgreiningu hvaðeina sem kitlar hláturtaugar Gvendar og hann telur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.