Hugur - 01.06.2008, Side 92

Hugur - 01.06.2008, Side 92
90 Eyja Margrét Brynjarsdóttir Sú afstæðiskenning sem miðað er við þarf þó ekki að fjalla beint um sannleik- ann heldur getur hún snúist um það sem oft er sagt að sannar staðhæfingar vísi til; staðreyndir. Dæmi um þessa leið má finna í grein Iris Einheuser, „Three Forms of Truth-Relativism'V' Samkvæmt Einheuser eru sumar staðreyndir svokallaðar huglægar staðreyndir (e. subjectivefacts) og þær greinast frá hlutlægum staðreynd- um. Hlutlægar staðreyndir ráðast af samsetningu heimsins og fjalla ekki um það sem er huglægt nema á sértæku formi. Ef fyndni er huglægur eiginleiki er þannig ekki til nein almenn hludæg staðreynd um það hvort skemmtiþátturinn títtnefndi sé fyndinn eða ekki. Hins vegar eru til sértækarhlnúxgzr staðreyndir á borð við þá að Gvendi þyki þátturinn fyndinn og að Guddu þyki þátturinn ekki fyndinn. Huglægu staðreyndirnar sem Einheuser lýsir ráðast ekki aðeins af því hvernig heimurinn er heldur jafnframt af sjónarhorni hugsandi veru (eða hóps af hugs- andi verum). Huglægar staðreyndir eru því afstæðar við skynjandi eða hugsandi veru og þannig óh'kar hlutlægum, algildum staðreyndum. Þannig getur sú hug- læga staðreynd að skemmtiþátturinn sé fyndinn, frá sjónarhorni Gvendar, verið til samhliða þeirri huglægu staðreynd að þátturinn sé ekki fyndinn, frá sjónarhorni Guddu. Það sem Gvendur og Gudda staðhæfa er ósamrýmanlegt vegna þess að það gæti ekki hvort tveggja vísað til hlutiægra staðreynda og verið satt. Þar af leiðandi er um ágreining að ræða. Hins vegar er ágreiningurinn villulaus þar sem sjónarhornin eru mismunandi og hvor staðhæfingin um sig getur vísað til stað- reyndar sé gengið út frá réttu sjónarhorni. Með sértækum afstæðiskenningum á borð við þær sem ég hef lýst hér má skil- greina huglæga eiginleika á eftirfarandi hátt: Eiginleiki er huglægur ef og aðeins ef sannleikur um það hvort hlutur hafi hann til að bera er afstæður við huglægt sjónarhorn þess einstaklings eða hóps sem setur fram þá staðhæfingu að hlut- urinn hafi eiginleikann eða ef staðreyndir um það hvort hlutur hafi hann til að bera eru afstæðar á sama hátt. Einn helsti kosmrinn við kenningu á borð við þessa er að hún viðheldur mögu- leikanum á villulausum ágreiningi og þannig þeirri að því er virðist útbreiddu tilfinningu að slíkur ágreiningur sé mögulegur um tiltekna hluti. Hins vegar er ýmislegt við afstæðiskenningu um sannleika og staðreyndir sem erfitt kann að vera að fella sig við. Það virðist brjóta í bága við þá hversdagslegu og einfoldu mynd af sannleikanum sem Þorsteinn Gylfason lýsir að eitthvað geti bæði verið satt og ósatt, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða afmarkað svið veruleikans. Sömu sögu má segja um staðreyndir: Hvað í ósköpunum er huglæg staðreynd og hvað á hún skylt með því sem við venjulega köllum staðreyndir? Því er rétt að reyna til þrautar að finna leið til að gera grein fyrir huglægum eiginleikum án þess að þeir séu látnir hvíla á afstæðum sannleika eða staðreyndum. ii Einheuser 2008.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.