Hugur - 01.06.2008, Side 94

Hugur - 01.06.2008, Side 94
92 Eyja Margrét Brynjarsdóttir munni Guddu. Gudda getur þá líka sagt „Ég heiti ekki Gvendur" án þess að vera í mótsögn við það sem Gvendur segir. A hliðstæðan hátt er, samkvæmt samhengishyggjunni, engin mótsögn fólgin í því að Gvendur segi „þátturinn er fyndinn" og Gudda segi „þátturinn er ekki fyndinn“ þar sem merking staðhæfinga þeirra tveggja skarast ekki á þann hátt sem skiptir þar máli. Rétt eins og tilvísun orðsins ég er afstæð við þann sem mælir er tilvísun orðsins jyndinn afstæð við þann sem mælir. Staðhæfingar Guddu og Gvendar eru því samrýmanlegar og enginn ágreiningur er til staðar. Rétt er að benda á að samkvæmt samhengishyggjunni getur hlutur ekki haft þann eiginleika að vera einfaldlega fyndinn. Til að orðið fyndinn hafi tilvísun er samhengið við þann sem notar það jafnnauðsynlegt og samhengi við notanda er fyrir tilvísun orðsins ég. Þetta þykir mörgum löstur á samhengishyggjunni og verður vikið að því aftur undir lok þessarar greinar. Talað hefur verið um samhengishyggju sem eins konar veika afstæðishyggju þar sem hún gerir merkingu (a.m.k. merkingu staðhæfinga um tiltekna hluti) afstæða við notkunarsamhengi. Hún er þó ekki réttnefnd afstæðishyggja ef við lítum svo á að sh'k kenning þurfi að fela í sér að sannleikur eða staðreyndir séu afstæð við eitthvað á borð við sjónarhorn. Það að tilvísun orðs eða orðasambands sé afstæð snýst um það að nákvæmlega hvað orðið merkir ráðist af aðstæðum eins og hver það er sem talar, hvar viðkomandi er eða í hvaða samhengi orðið er látið falla. Því fylgir ekkert frumspekilegt afstæði eins og afstæður sannleikur eða afstæðar staðreyndir. Enda er almennt litið á samhengishyggju og afstæðishyggju sem keppinauta en alls ekki sem sömu kenninguna.'3 Samhengishyggjan hefur þann kost að gera má grein fyrir því sem Guddu og Gvendi fer á milli án þess að vísa til afstæðs sannleika eða afstæðra staðreynda. Gvendur og Gudda hafa bæði rétt fyrir sér þar sem staðhæfingarnar sem þau setja fram eru samrýmanlegar. Það er aðeins á yfirborðinu sem þær kunna að virðast ósamrýmanlegar en þegar nánar er hugað að merkingu þeirra kemur annað í ljós. Gvend og Guddu greinir ekki á í raun og veru samkvæmt samhengishyggjunni. Ef gengið er út frá því að mikilvægt sé að varðveita þá tilfinningu margra að þarna sé um villulausan ágreining að ræða þá er samhengishyggjan ótæk og eins ef við h'tum svo á að mikilvægt sé að hlutur geti haft eiginleika á borð við að vera fyndinn en ekki bara fyndinn-fyrir-Gvend. Þarna þarf því að vega og meta hvort mikilvægara sé að halda í ágreininginn eða losna við afstæðan sannleika. Huglœgni og afstœði Hér að ofan hef ég fjallað um tvær leiðir til að afgreiða villulausan ágreining. Samkvæmt þeirri fyrri er villulaus ágreiningur í sumum tilfellum mögulegur og það er skýringin á því hvernig þau Gudda og Gvendur geta bæði haft rétt fyrir sér þegar annað segir skemmtiþáttinn fyndinn og hitt hafnar því að hann sé fyndinn. 13 Sjá t.d. Kölbel (20043) og MacFarlane (2005).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.