Hugur - 01.06.2008, Page 97

Hugur - 01.06.2008, Page 97
Skilið á milli 95 Það er sem sagt ekki afstæði við hvaða samhengi sem er heldur afstæði við samhengi sem ræðst af því að einhverjum finnist hluturinn hafa eiginleikann sem þarf til að gera eiginleika huglæga. Framlag hugarins er það sem skiptir máli. Það sem gerir fyndni skemmtiþáttarins huglæga er það að hún er háð því hvað ein- hverjum finnst. Það sem gerir það að staðreynd að skemmtiþátturinn er fyndinn er að Gvendur er í tilteknu hugarástandi. Lítum nú aftur á hvernig málum er háttað samkvæmt samhengishyggju. Það sem gerir það að verkum að skemmtiþátturinn heíur þann eiginleika að vera fyndinn-fyrir-Gvend er hugarástand Gvendar. Þátturinn heíur þennan eig- inleika í krafti nákvæmlega sama hugarástands og er að verki samkvæmt afstæð- ishyggjunni. Að vísu er það ekki nákvæmlega sami eiginleikinn sem ákvarðast af hugarástandinu; í afstæðishyggjunni er það fyndni sem þátturinn hefiir til að bera vegna hugarástandsins en í samhengishyggjunni er það afmarkaðri eiginleiki, að vera fyndinn-fyrir-Gvend. En í báðum tilfellum ákvarðar tiltekið hugarástand eiginleikann. Það er ekki ljóst að afstæðið sem slíkt gegni neinu veigamiklu hlut- verki í þessum efnum í afstæðishyggjunni. Sá þáttur sem virðist vera höfuðatriðið varðandi huglægnina, það að tiltekið hugarástand Gvendar ákvarði það hvort þátturinn sé fyndinn, er til staðar hvort sem gengið er út frá afstæðishyggju eða samhengishyggju. Niðurstaðan er því sú að afstæði sannleika eða staðreynda um fyndni, þ.e. frumspekilegt afstæði, sé ekki nauðsynlegt skilyrði þess að fyndni geti talist huglægur eiginleiki. Vegið og rnetið Þótt ljóst virðist að jafnt samhengishyggja sem afstæðishyggja séu færar um að veita grunn fyrir huglæga eiginleika geta verið ýmsar aðrar ástæður til að gera upp á milli þessara kenninga eða jafnvcl hafna þeim báðum. Samhengishyggjunni fylgir til dæmis sá galli að hún virðist gera ráð fyrir skipt- ingu á eiginleikum í smærri einingar. Ef Gvendur getur aðeins sagt að skemmti- þátturinn sé fyndinn-fyrir-Gvend og Gudda getur aðeins sagt að þátturinn sé fyndinn-fyrir-Guddu hlýtur að vera um tvo mismunandi eiginleika að ræða. Við sitjum þá uppi með jafnmargar útgáfur af fyndni og sjónarhornin eða einstalding- ana. Almennur eiginleiki á borð við fyndni er þá ekki til heldur aðeins aragrúi af sértækum útgáfum af honum. Þá virðist ómögulegt jafnt að vera ósammála um að hlutur sé fyndinn sem að vera sammála um það. Ef Gvendur segir „þátturinn er fyndinn" og Gudda svarar „ég er sammála, þátturinn er fyndinn" hlýtur Gudda að vera að taka undir það að þátturinn sé fyndinn-fyrir-Gvend án þess að það segi okkur nokkuð um skoðun hennar á þættinum. Ef Gudda ætti við að þátturinn væri fyndinn-fyrir-Guddu væri hún ekki að taka undir neitt sem Gvendur hefði sagt þar sem hún væri þá að eigna þættinum annan eiginleika en Gvendur eignaði honum. Þeir sem geta ekki fellt sig við þessa hlið samhengishyggjunnar gætu þá leitað í afstæðishyggjuna. Henni fylgja hins vegar þeir ókostir sem ég hef þegar minnst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.