Hugur - 01.06.2008, Side 105

Hugur - 01.06.2008, Side 105
Gagnrýnar manneskjur 103 ástands eða hugmyndafræðilegrar sannfæringar hjá gerandanum, sem einkenndist kannski fyrst og fremst af ótrúlegri grunnfærni.8 Arendt heldur svo áfram og segir: Hversu ómennskar sem athafnirnar voru, þá var gerandinn [Eichmann] hvorki ófreskja né djöfull, og eina persónueinkennið sem mátti greina bæði í fortíð hans og í hegðun hans við réttarhöldin og undangengnar yfirheyrslur, var eitthvað algjörlega neikvætt: það var ekki heimska heldur sérkennilegt getuleysi til að hugsa sem var honum gjörsamleg eiginlegt. I framhaldi af þessu setur Arendt fram nokkrar spurningar: (1) Getur verið að illvirki, ekki bara yfirsjónir heldur eiginlegar gjörðir, séu möguleg þrátt fyrir algeran skort, ekki bara á ,grunn-áhugahvöt‘ (eins og talað er um í lögum) heldur á allri áhugahvöt, sérhverri kveikju áhuga og vilja? (2) Er illmennska, hvernig svo sem við skilgreinum hana ... ekki nauðsynlegt skilyrði fyrir því að fremja illvirki? (3) Er dómgreind okkar, hæfileikinn til að greina rétt frá röngu, hið fagra frá hinu ljóta, komin undir hæfileika okkar til að hugsa? (4) Getur verið að getuleysi til að hugsa og hrikalegir misbrestir í því sem við köllum gjarnan samvisku fari saman? Kveikjan að þessum spurningum er það sem Arendt varð vitni að í réttarhöld- unum yfir Eichmann, en það eru ekki réttarhöldin sjálf eða Eichmann sem slíkur sem er viðfangsefni hennar. Og það er heldur ekki mannvonska — það persónu- einkenni að vilja öðrum illt - sem hún hefúr áhuga á. Viðfangsefnið er hugsun, þetta hversdagslega fyrirbæri - sem þó er kannski ekki jafn hversdagslegt og við viljum vera láta. Astæðan fyrir því að Eichmann var fær um þau illvirki sem hann framdi, ýmist beint eða óbeint, var að mati Arendt skortur á hugsun og þar með skortur á dóm- greind. Hann gerði það sem hann gerði án þess svo mikið sem reyna að dæma um réttmæti verkanna. Það var ekki að hann væri sérstaklega illa innrættur og að hann gerði illvirkin af illum hvötum eða að hann hefði hugmyndafræðilega sannfæringu sem knúði hann til illra verka. Og það var heldur ekki svo að hann velti því fyrir sér hvort það sem hann gerði væri rétt en að hann væri bara svo skelfing tregur að honum yrði fótaskortur í vangaveltunum og kæmist að fráleitri niðurstöðu. Nei, Arendt segir að Eichmann hafi framið illvirkin af einkennilegu og inngrónu hugsunarleysi. Sá sem fremur illvirki af hugmyndafræðilegri sannfæringu er vissulega fær um að gera mjög slæma hluti — eins og dæmin sanna - en hann er ekki fær um óendanleg illvirki, eins og Arendt orðar það. Eichmann var hins vegar fær um 8 Hannah Arendt, „Hiinking and moral considerations", Respomibility and Judgment, Schocken Books, New York 2003, bls. 159.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.