Hugur - 01.06.2008, Page 117

Hugur - 01.06.2008, Page 117
Formáli að Fyrirbærafrœði skynjunarinnar 115 tilveru í þeirri einu merkingu sem orðið getur haft íyrir mig) - þessari hefð sem ég kýs að snúa mér að á ný eða þennan sjóndeildarhring sem væri ekki í neinni fjarlægð frá mér (því fjarlægð hans er ekki hludægur eiginleiki hans) ef ég væri ekki tíl og virti hann fyrir mér. Sjónarmið vísindanna sem líta á mig sem þátt í heiminum eru ætíð frumstæð og óheiðarleg því án þess að hafa orð á því ganga þau að öðru sjónarmiði vísu, það er sjónarmiði vitundarinnar sem verður til þess að heimurinn á sér stað umhverfis mig og verður til fyrir mig. Að snúa aftur til hlutanna sjálfra er að snúa aftur til þess heims sem er til á undan þekkingunni og þekkingin talar sífellt um. Sérhver vísindakenning er sértæk, táknbundin og ósjálfstæð með tilliti tíl þessa heims sem fer á undan þekkingunni, alveg eins og landafræðin gagnvart landslaginu sem færði okkur í upphafi heim sanninn um hvað skógar, akrar og ár eru. Þessi hreyfing er gjörólík afturhvarfi hughyggjunnar til vitundarinnar og krafan um hreina lýsingu útilokar í senn yfirvegaða greiningu og vísindalega útskýringu. Descartes og sér í lagi Kant slitu sjálfsveruna eða vitundina úr öllu samhengi er þeir leiddu í ljós að ég gæti ekki orðið var við nokkurn hlut sem til er ef ég yrði ekki fyrst var við að ég væri sjálfur til í þeirri athöfn að verða var við hlutínn. Þeir litu á vitundina, algjöra fullvissu mína um sjálfan mig, sem ómissandi skil- yrði þess að eitthvað gæti yfirleitt verið til, og þá athöfn að setja í samhengi sem grundvöll samhengisins. Það er að vísu rétt að þessi athöfn verður að engu ef ekki er til að dreifa þeirri mynd af heiminum sem hún setur saman; Kant telur að eining vitundarinnar og eining heimsins haldist nauðsynlega í hendur og hinn skipulegi efi Descartes sviptir okkur ekki neinu, því að minnsta kosti sem upplif- un okkar er heimurinn allur fólginn í cogito-inu, gefinn með sömu vissu og það og einvörðungu skilyrtur af forskeytinu „tilhugsun um ...“. En tengsl sjálfsverunnar og heimsins eru strangt til tekið ekki gagnkvæm því þá væri vissan um heiminn, í augum Descartes, þegar gefin í fullvissunni um cogito-ið, og þá hefði Kant ekki talað um „Kópernikusarbyltingu". Yfirveguð greining gengur út frá upplifun okk- ar af heiminum og rekur sig aftur til sjálfsverunnar sem sjálfstæðrar forsendu sem gerir þessa reynslu mögulega, og leiðir síðan í ljós þá altæku samhæfingu hlutanna sem er forsenda þess að heimurinn sé tíl. Þannig rýfur greiningin snertinguna við upplifun okkar; þannig endurskapar hún heiminn í stað þess að gera grein fyrir honum. I ljósi þessa má skilja hvers vegna Husserl sakar Kant um „sálarhyggju um sálargáfur".31 stað þess að fara að dæmi Kants, sem greindi vitundarathafnir og lét þannig heiminn hvíla á samhæfingu sjálfsverunnar, leggur Husserl stund á „inntaksmiðaða yfirvegurí1 [„refléxion noématique"] sem heldur sig viðfangsins megin í því skyni að varpa ljósi á upprunalega einingu þess frekar en að skýra tilurð þess. Heimurinn Hggur fyrir áður en hvers kyns greining mín á honum kemur til og því væri yfirborðskennt að leiða heiminn af röð samhæfinga sem tengja fyrst saman skynhrifin og síðan hin skynrænu horf viðfangsins; þessir tveir þættir eru einmitt afurðir greiningarinnar og verða því ekki að veruleika fyrr en greining- 3 Husserl, Logische Untersuchungen, Prolegomena zur reinen Logih, s. 93.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.