Hugur - 01.06.2008, Side 122
120
Maurice Merleau-Ponty
Misskilnings af sama toga gætir um hugtakið „eðli“ hjá Husserl. Hann segir að
sérhver afturfærsla sé forskilvitleg og um leið er hún nauðsynlega eðlismiðuð
[eide'tique\. Þetta merkir að skynjun okkar á heiminum verður ekki viðfang heim-
spekilegrar skoðunar fyrr en við greinum okkur frá þeirri framsetningu heimsins
[thése du monde\,\>zim áhuga á heiminum sem skilgreinir okkur.Til þess að koma
þessu í kring þurfúm við að stíga út úr hlutdeild [engagement\ okkar svo að hún
sjálf megi koma í ljós og verða að sjónarspili, við þurfúm að láta staðreyndina um
tilveru okkar róa og hverfa á vit eðlis hennar, hverfa frá Dasein (þarveru) á vit
Wesen (eðlis). En ljóst er að hér er eðlið ekki tilgangur heldur meðal og að það er
virk hlutdeild okkar í heiminum sem skilja þarf og skýra í hugtökum og að það
er hún sem skipar öllum hugtakabindingum okkar á bás. Nauðsyn þess að leggja
leið sína um lendur hinna ólíku afbrigða eðlisins merkir ekki að heimspekin geri
þau að viðfangi sínu, heldur þvert á móti að tilvera okkar er svo samgróin heim-
inum að hún fær ekki skoðað sjálfa sig sem sh'ka í sama mund og hún kastar sér
út í heiminn, og að hún þarf á sviði hins hugtæka [l’ide'alité\ að halda til að bera
kennsl á og ná tökum á staðveru sinni. Eins og kunnugt er telur Vínarhringurinn
það liggja fyrir í eitt skipti fyrir öll að við getum aðeins myndað samband við
tilvísanir orða [significations\. Til að mynda lítur Vínarhringurinn svo á að „vit-
undin“ sé ekki það sem við erum. Þar sé um að ræða flókna og síðbúna tilvísun
sem verði að umgangast með gát, að undangenginni útlistun á þeim fjölmörgu
tilvísunum sem hafa átt þátt í að ákvarða hana í merkingarsögu orðsins. Rök-
fræðileg raunhyggja af þessu tagi er andstæð hugsunarhætti Husserls. Hvað sem
öllu því merkingarskriði líður sem orðið og hugtakið vitund, í þeirri mynd sem
nú er viðtekin, hefúr orðið fyrir höfúm við engu að síður beinan aðgang að því
sem það merkir: við höfúm upplifúnina af sjálfúm okkur, af þeirri vitund sem við
erum, og það er á grundvelH þessarar upplifúnar sem allar tilvísanir orða í tungu-
málinu hvíla, og það er þessi upplifún sem gerir það að verkum að tungumálið
hefúr einhverja þýðingu fyrir okkur. „Það er sú upplifún [...] sem enn er þögul
sem máhð snýst um að tjá á hreinan hátt þannig að eiginleg merking hennar
komi í ljós.“7 Husserl ætlaði tilbrigðum eðlisins að draga fram öll þau lifandi
tengsl sem í upplifúninni búa á sama hátt og net sjómannsins dregur spriklandi
fisk og þörunga úr djúpum hafsins. Jean Wahl hefúr því ekki rétt fyrir sér þegar
hann segir að „Husserl skilji eðhð frá tilverunni".8 Hið aðgreinda eðh eru þau
tilbrigði eðhsins sem búa í tungumálinu. Hlutverk málsins er í því fólgið að ljá
eðlinu tilvist sem virðist aðgreind en er það ekki í reynd því að eðhð hvílir á því
h'fi vitundarinnar sem fer á undan málbeitingunni. I þögn upprunalegrar vitundar
birtist ekki aðeins það sem orðin þýða, heldur einnig það sem hlutirnir þýða: sá
kjarni upprunalegrar tilvísunar sem tjáning okkar og nafngiftir snúast um.
Að leita að eðh vitundarinnar felst ekki í því að greina merkingu orðsins vit-
und [la Wortbedeutung conscience\ og flýja úr tilvistinni inn í alheim hins mælta
máls, heldur í því að uppgötva á nýjan leik virka nærveru mína við sjálfan mig,
þá staðreynd vitundar minnar sem orðið og hugtakið vitund vísa til þegar öhu
7 Méditations Cartésiennes, s. 33.
8 Réalisme, dialectique et mystere, l’Arbaléte, haust 1942, blaðsíður ekki tölusettar.