Hugur - 01.06.2008, Page 126

Hugur - 01.06.2008, Page 126
124 Maurice Merleau-Ponty sögunni uns sá einstaki tilvistarbundni merkingarkjarni sem tekur á sig mynd í sérhverju sjónarmiði er höndum tekinn að nýju. Það er hárrétt athugað hjá Marx að sagan stendur ekki á haus, en hún hugsar heldur ekki með fótunum. Eða, rétt- ara sagt: við þurfum hvorki að láta okkur „haus“ hennar né „fætur“ varða, heldur h'kama hennar. Allar hagfræðilegar og sálarfræðilegar útskýringar á fræðikenn- ingu eru sannar, því hugsuður gengur í hugsun sinni ætíð út frá því sem hann er. Þegar fræðikenning er tekin til yfirvegunar getur yfirvegunin því aðeins orðið altæk að henni takist að spyrða saman, á sinn hátt, sögu kenningarinnar og ytri skýringar á henni og koma orsökum hennar og merkingu fyrir innan tiltekinnar tilvistarbundinnar formgerðar. Fyrir hendi er, eins og Husserl orðar það, „tilurð merkingar“ (Sinngenesis)" sem er þegar öllu er á botninn hvolft einfær um að láta okkur í té hvað kenningin „þýðir". Rétt eins og skilningurinn verður gagnrýnin að fara fram á öllum sviðum og vitaskuld verður kenning ekki hrakin með því einu að rekja hana til tilfaUandi atvika í h'fi höfúndarins: skírskotun hennar nær út fyrir þau og engin atvik eru fyllilega tilfallandi, hvorki í tilvistinni né í sam- eiginlegri tilveru, því í hvoru tilviki um sig slær tilvistin eign sinni á atvikin og gerir skynsamlega grein fyrir þeim. Að lokum má ljóst vera að sagan er ódeilanleg í nútíðinni á sama hátt og arfleifð hennar verður það. Með tilliti til grundvallar- vídda sinna eru öll söguleg tímaskeið birtingarmynd einnar og sömu tilveru eða leikþættir í einum og sama sjónleik — og við vitum ekki hvort lausn fæst á málum. Vegna þess að við erum í heiminum erum við dæmd til merkingar og getum ekk- ert gert eða sagt án þess að það hljóti nafn í sögunni. * Vafalaust er helsti ávinningur fyrirbærafræðinnar sá að hafa sameinað róttæka sjálfsveruhyggju og róttæka hluthyggju í hugtaki sínu um heiminn eða rökvís- ina. Mælistika rökvísinnar er einmitt sú reynsla sem opinberar hana. Til er rök- vísi, það er að segja: sjónarhornin skarast, skynjanir staðfesta hver aðra, merking kemur í ljós. En ekki má líta á merkinguna út af fyrir sig, ummyndaða í hreinan anda eða í heim í skilningi hluthyggjunnar. Heimur fyrirbærafræðinnar er ekki hrein vera heldur merking sem kemur í ljós þar sem upplifanir mínar skarast hver við aðra og við skynjanir annarra og ganga saman við þær. Heimur fyrir- bærafræðinnar er því tengdur sjálfsveruleikanum og samveruleikanum órjúfan- legum böndum sem mynda einingu sína með því að taka liðnar upplifanir upp í núverandi upplifunum mínum og upplifun hinna í upplifún minni. I fyrsta skipti er heimspekileg íhugun orðin nægilega meðvituð til að láta ógert að eigna afurðum sjálfrar sín veruleika í heiminum áður en hún sjálf kemur til. Heim- spekingurinn leitast við að hugsa um og skilja heiminn, aðra og sjálfan sig og gera sér samhengi þessara fyrirbæra ljóst. En hið íhugandi sjálf og hinn „hlut- lausi áhorfandi" (uninteressierter Zuscbauer)'2 hitta ekki fyrir rökvísi sem þegar 11 Þetta hugtak kemur víða fyrir í óútgefnum skriftim Husserls. Hugmyndina má þegar sjá að verki í Formale undtranszendenlale Logik, s. 184 o.áfr. 12 Sjá Kartesiskar hug/eiðingar, sjöttu hugleiðingu, sem enn hefiir ekki komið út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.