Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 126
124
Maurice Merleau-Ponty
sögunni uns sá einstaki tilvistarbundni merkingarkjarni sem tekur á sig mynd í
sérhverju sjónarmiði er höndum tekinn að nýju. Það er hárrétt athugað hjá Marx
að sagan stendur ekki á haus, en hún hugsar heldur ekki með fótunum. Eða, rétt-
ara sagt: við þurfum hvorki að láta okkur „haus“ hennar né „fætur“ varða, heldur
h'kama hennar. Allar hagfræðilegar og sálarfræðilegar útskýringar á fræðikenn-
ingu eru sannar, því hugsuður gengur í hugsun sinni ætíð út frá því sem hann er.
Þegar fræðikenning er tekin til yfirvegunar getur yfirvegunin því aðeins orðið
altæk að henni takist að spyrða saman, á sinn hátt, sögu kenningarinnar og ytri
skýringar á henni og koma orsökum hennar og merkingu fyrir innan tiltekinnar
tilvistarbundinnar formgerðar. Fyrir hendi er, eins og Husserl orðar það, „tilurð
merkingar“ (Sinngenesis)" sem er þegar öllu er á botninn hvolft einfær um að láta
okkur í té hvað kenningin „þýðir". Rétt eins og skilningurinn verður gagnrýnin
að fara fram á öllum sviðum og vitaskuld verður kenning ekki hrakin með því
einu að rekja hana til tilfaUandi atvika í h'fi höfúndarins: skírskotun hennar nær
út fyrir þau og engin atvik eru fyllilega tilfallandi, hvorki í tilvistinni né í sam-
eiginlegri tilveru, því í hvoru tilviki um sig slær tilvistin eign sinni á atvikin og
gerir skynsamlega grein fyrir þeim. Að lokum má ljóst vera að sagan er ódeilanleg
í nútíðinni á sama hátt og arfleifð hennar verður það. Með tilliti til grundvallar-
vídda sinna eru öll söguleg tímaskeið birtingarmynd einnar og sömu tilveru eða
leikþættir í einum og sama sjónleik — og við vitum ekki hvort lausn fæst á málum.
Vegna þess að við erum í heiminum erum við dæmd til merkingar og getum ekk-
ert gert eða sagt án þess að það hljóti nafn í sögunni.
*
Vafalaust er helsti ávinningur fyrirbærafræðinnar sá að hafa sameinað róttæka
sjálfsveruhyggju og róttæka hluthyggju í hugtaki sínu um heiminn eða rökvís-
ina. Mælistika rökvísinnar er einmitt sú reynsla sem opinberar hana. Til er rök-
vísi, það er að segja: sjónarhornin skarast, skynjanir staðfesta hver aðra, merking
kemur í ljós. En ekki má líta á merkinguna út af fyrir sig, ummyndaða í hreinan
anda eða í heim í skilningi hluthyggjunnar. Heimur fyrirbærafræðinnar er ekki
hrein vera heldur merking sem kemur í ljós þar sem upplifanir mínar skarast
hver við aðra og við skynjanir annarra og ganga saman við þær. Heimur fyrir-
bærafræðinnar er því tengdur sjálfsveruleikanum og samveruleikanum órjúfan-
legum böndum sem mynda einingu sína með því að taka liðnar upplifanir upp
í núverandi upplifunum mínum og upplifun hinna í upplifún minni. I fyrsta
skipti er heimspekileg íhugun orðin nægilega meðvituð til að láta ógert að eigna
afurðum sjálfrar sín veruleika í heiminum áður en hún sjálf kemur til. Heim-
spekingurinn leitast við að hugsa um og skilja heiminn, aðra og sjálfan sig og
gera sér samhengi þessara fyrirbæra ljóst. En hið íhugandi sjálf og hinn „hlut-
lausi áhorfandi" (uninteressierter Zuscbauer)'2 hitta ekki fyrir rökvísi sem þegar
11 Þetta hugtak kemur víða fyrir í óútgefnum skriftim Husserls. Hugmyndina má þegar sjá að verki
í Formale undtranszendenlale Logik, s. 184 o.áfr.
12 Sjá Kartesiskar hug/eiðingar, sjöttu hugleiðingu, sem enn hefiir ekki komið út.