Hugur - 01.06.2008, Side 132
130
Jóhann Björnsson
nemendur kæmu með spurningar heimspekilegs eðlis heldur en spurningar um
einkunnir og einkunnagjöf. Eg fór því að velta fyrir mér hver sé í raun tilgang-
urinn með því að gefa einkunnir. Verða nemendur betri í heimspeki fyrir vikið?
Verður fagið trúverðugra fyrir samstarfsfólki mínu, skólastjórnendum, foreldrum
og nemendum? Og hvaða máli skiptir trúverðugleiki fagsins gagnvart öðrum ef
ég er sannfærður um ágæti þess án formlegra mælinga?
Ég ákvað að hætta að gefa einkunnir. A vitnisburðarblaði frá skóla kemur hins-
vegar fram að nemendur hafi lokið námi í heimspeki. Og hvað hefur breyst?
Breytingin hefur orðið svo mikil að það hefur ekki hvarflað að mér að byrja aftur
að leggja fyrir verkefni með það í huga að ætla að gefa fyrir þau einkunnir. Náms-
mat er sumum nemendum streituvaldur og að vera stressaður heimspekinemi
er ekki góður kostur. Nú þurfa nemendur ekki að hafa áhyggjur af því að það
sem þeir gera og það sem þeir segja muni birtast sem dómur í formi talna í lok
skólaárs. Fyrir vikið leyfa þeir sér að sækja kennslustundirnar á sfnum eigin for-
sendum. Sumir eru mjög virkir og taka afstöðu til flestra viðfangsefnanna, aðrir
koma í tíma vegna þess að þeir vilja fyrst og fremst hlusta. Báðir kostirnir eru
í boði.2 Það er undir nemendunum sjálfiim komið hvað þeir fá út úr þessum
kennslustundum.
Þar sem aUar mæhngar hafa verið aflagðar, þar sem engin próf eru tekin og þar
sem engin er heimavinnan hefur nemendahópurinn orðið fjölbreyttari en hann
ella væri. Fyrir afnám námsmats voru það iðulega nemendur sem voru færir í ritun
og færir í að standast þær formlegu kröfur sem skólinn gerði sem sóttu þessa tíma.
Eftir að námsmat var aflagt hefur fjölbreytnin í nemendahópnum aukist og nem-
endur sem eiga við vanda að glíma, s.s. leiðist í skóla, eru með námsörðugleika,
eiga erfitt með að skrifa og standa sig ekki sem skyldi í öðrum námsgreinum,
koma mikið í þessa tíma og standa sig ekki bara vel heldur eru greinilega mjög
oft að finna eitthvað í skólanum sem höfðar til þeirra. Ég hef þá trú að sjálfsmynd
margra þeirra batni og hamingja innan skólans aukist. Ég er á þeirri skoðun að
fátt sé mikilvægara í skólastarfi en einmitt hamingja nemendanna.3
Hópur nemenda, ekki síst drengir sem hafa átt erfitt með að fóta sig í hefð-
bundnu námi, þar sem mikið er lesið og skrifað og mikið prófað og mælt, hafa
verið að koma í heimspeki, fundið sig þar og staðið sig nokkuð vel.
Það er ekki óalgengt að aðrir nemendur en þeir sem valið hafa heimspeki óski
eftir að fá að koma í einstaka tfma sem gestir, t.d. ef einhver önnur kennslustund
í skólanum feflur niður. Einnig eru dæmi þess að nemendur sem eru mikið fjar-
verandi í kennslustundum af ýmsum ástæðum óska eftir því að vera gestir í heim-
speki í stað þess að þvælast einir um ganga skólans. Ef til vill mætti orða þetta
2 Þó að almennt sé álitið að samræðurnar séu lykilatriði í heimspeki þá skiptir það miklu máli að
gefa nemendum kost á að vera með án þess að gera kröfur um að þeir taki til máls. Ég sannfærðist
um þetta þegar ég fékk málhaltan nemanda til mín sem hafði mjög gaman af heimspekinni en
átti erfitt með að tjá sig munnlega og vildi það alls ekki frammi fyrir samnemendum sínum.
3 Ég vissi það ekki fyrr en mér var bent á það nýlega að afstaða mín til skólamála er að mörgu leyti
lík þeirri sem finna má í Summerhill-skólanum, sbr. A.S. Neill, Summcrhill-skólinn, þýðendur
SINE-félagar í Darmstadt (Mál og menning 1976). Áhrif á hugmyndir mínar um skólastarf
koma annarsstaðar frá eins og greint er frá síðar í þessari grein.