Hugur - 01.06.2008, Page 134

Hugur - 01.06.2008, Page 134
132 Jóhann Björnsson eitthvað spennandi. Þetta eru ekki endilega nemendur sem eru áhugasamir eða til fyrirmyndar í öllum greinum, þetta eru nemendur sem heimspeki höfðar til. I öðru lagi eru það óþolinmóðu nemendurnir sem eiga það til að spyrja spurn- inga á borð við þessa: „Viltu hætta þessu þvaðri og segja okkur hvað svarið er? Má maður borða ketti eða ekki?“ Þetta eru nemendur sem óska þess að heimspeki sé eins og landafræði þar sem allar spurningar eigi sér svör sem má sannreyna rétt eins og mæla má dýpt stöðuvatna og hæð íjalla. I þriðja lagi eru það þeir sem örmagnast í kennslustundum. Þetta eru nem- endur sem finnst það mjög yfirþyrmandi að takast á við svona erfiðar spurningar en flokkast ekki beint sem óþolinmóðir. Heimspekilegar spurningar verða þeim oft um megn og þeir fafla fram á borðin og gefast upp. Eg leyfi þeim bara að falla fram á borðin og þjást undir þessum „skelfilcgu" heimspekilegu samræðum. Með tímanum jafna margir sig á þessu „heimspekilega hjálparleysi"4 og ná að verða virkir þátttakendur. IClárlega hefur mátt sjá að nemendur hafa aldrei fyrr kynnst heimspekilegum rökræðum á skólagöngu sinni. Þeim hefur verið sagt, skipað og gert að gera eitt- hvað eða hafa einhverjar skoðanir, en sjaldan hafa þeir fengið fuflt frelsi til að hafa eigin skoðanir og færa rök fyrir þeim. I huga margra þeirra er það kennarinn sem spyr til þess að athuga hvort þeir geti fundið „rétta“ svarið. Þegar þeir hafa áttað sig á því að heimspekikennarinn hefur ekki „rétta“ svarið heldur er í einlægni sinni að biðja þá um að láta í ljós sjálfstæðar skoðanir sem tekið er mark á þá verða þeir óneitanlega nokkuð ánægðir með sig. Heimspekikennarinn rökræðir, en skammar ekki, og þess vegna verða öll almenn samskipti innan veggja skólans á milli nemendanna sem taka þátt í heimspekilegum samræðum og heimspeki- kennarans mun jákvæðari en ella hefði orðið. Heimspeki getur því einnig þjónað því hlutverki að bæta samskipti. III. Að efla siðferðilegt sjálfrœði. Siðfrœði með nemendum í 9. bekk Allir nemendur í 9. bekk sækja eina 40 mínútna kennslustund á viku í siðfræði í eina önn. Þessir siðfræðitímar falla undir námsgreinina lífsleikni á stundatöflu nemenda. Hugmyndin að því að taka hluta lífsleiknikennslunnar undir siðfræði kemur til af því að um tíma var lífsleiknin sem sjálfstætt fag við skólann ákveðið vandræðafag. Ollum umsjónarkennurum var gert að kenna fagið í sínum bekkjum hvort sem þeir vildu það eða ekki. Fæstir vissu í raun hvað ætti að gera, enda námskráin í h'fsleikni mjög yfirgripsmikil en kennslugögn fá. Sú breyting varð á í Réttarholtsskóla fyrir nokkrum árum að ákveðið var að ráða sérstaka lífsleiknikennara. Þar sem ég tók að mér þetta hlutverk taldi ég 4 William Desmond notaði orðið frumspekilegt hjálparleysi, á ensku melaphysical helplessness, og vísaði til viðbragða við vanda sem við getum ekki útskýrt með góðu móti, sbr. WUliam Desmond, Beyond Hegel and Dialectic, Speculation, Cult and Comedy (State University of New York Press 1992).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.