Hugur - 01.06.2008, Side 138

Hugur - 01.06.2008, Side 138
136 Jóhann Björnsson • Frelsi og ábyrgð einstaklingsins í tilvistarspekilegri merkingu: „Þú ert frjáls, veldu, það er að segja finndu einhver úrræði," eins og Sartre sagði við nemanda sinn sem leitaði ráða hjá honum." Nemendum er hér gerð grein fyrir eigin ábyrgð á breytni sinni og þeirri fyrirmynd sem hún er öðrum. Hvað er notað íkennslustnndum? I kennslustundum nota ég ýmis dæmi til útskýringar, atburði úr hversdagslífinu, fréttir og annað efni úr blöðunum og einnig tilbúnar sögur. Sem dæmi um þetta má nefna: • Atburðir úr hversdagsleikanum: Dæmi: „Þekkir þú einhvern sem hefur svindlað á prófi, hnuplað úr búð, skemmt eigur annarra o.s.frv.?“ Nem- endur mínir hafa einnig komið með mál sem þeir hafa verið að takast á við eða mál sem einhverjir sem þeir þekkja hafa þurft að glíma við. Dæmi um slík mál sem komið hafa til umræðu eru: Hvað ef maður er tekinn fyrir brot sem maður gerði ekki en veit hver gerði en vill ekki segja frá (í þessu tilviki var um að ræða veggjakrot)? Ef maður byijar á föstu á maður þá að hætta að skoða klám? Hvað á maður að gera ef maður er hrifinn af mömmu vinar sfns? • Ég nota greinar, fréttir, myndir og auglýsingar úr blöðum og tímaritum þar sem siðferðileg álitamál koma fyrir. Finna má slíkt nánast daglega og skoða má það betur í kennslustundum út frá sjónarhóli siðfræðinnar. • Ég nota einnig tilbúnar siðklemmur eða kh'pusögur. Stundum finnst mér samt að nemendum finnist það ekki mjög spennandi viðfangsefni nema í þeim tilvikum þegar klípusagan hefur gerst í raun. Reynsla mín segir mér að skáldaðar klípusögur höfða síður til nemenda. Er hægt að meta árangurinn af siðfræðiástundun ? Ekki er auðvelt að svara þessari spurningu. Ég hef þá trú að siðfræðinám geri nemendur vel í stakk búna til að takast á við siðferðilegan vanda. Að baki þeirri trú minni liggja hinsvegar engar rannsóknir. I það minnsta tel ég tímanum sem fer í þessa ástundun ekki illa varið. Þegar ég varpa fram siðferðilegu vandamáli heyri ég stundum nemendur svara með setningum á borð við „hvað ef allir gerðu svona?“ sem segir mér að einhverjir notfæra sér siðfræðilega hugsun til þess að nálgast viðfangsefnin, sem er óneitanlega skref í rétta átt. Hvernigganga kennslustundirnar? Eðlilegt er að spyrja hvernig kennslustundirnar ganga. Vissulega ganga þær mis- jafnlega og eru nemendur mismóttækilegir fyrir siðferðilegri umræðu. I hverjum bekk eru 27-30 nemendur en stundum skipti ég bekknum upp og er ég þá með 13-15 nemendur. Mun betur gengur að rökræða í fámennum hópum. Þegar nem- endur eru margir er samt sem áður ekki um annað að ræða en að gera það besta sem mögulegt er miðað við aðstæðurnar. n Jean-Paul Sartre, Tilvistarstefnan ermannhyggja, þýðandi Páll Skúlason (Hið íslenska bókmennta- félag 2007), s. 66.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.