Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 145
Valsað urn valdið
143
fullkominn samhljómur ríkir?8 Hver vill taka það að sér að kasta steinum í þessa
kristalshöll, hver er reiðubúinn að halda því blákalt fram að hann eða hún trúi a/ls
ekki á frelsunarhugsjón af þessum toga?
Látum þessa stóru spurningu liggja á milli hluta um sinn en geymum hana
vel bak við eyrað. Víkjum nánar að hugmyndum Hegels um manneðlið. Eins og
fram hefúr komið er það sjálft eðh mannsins sem andans veru, samkvæmt Hegel,
að hann getur stöðugt leitað út fyrir það sem fyrir liggur, gert sér hugmyndir um
eitthvað annað og betra, neitað að sætta sig við það sem er hér og nú. Er ekki
augljóst að þessi hugmynd, sem þó á að teljast einhvers konar lykilhugmynd hjá
Hegel, stangast á við hugsjónina um hið fúllkomna samfélag? Jú, svo sannarlega -
og hér er komin ein helsta þversögnin í kerfi Hegels (sem er að vísu einmitt kerfi
þversagna og mótsagna): maðurinn er ekki það sem hann er, þ.e. frjáls, skapandi
andans vera, nema svo lengi sem sagan hefúr ekki náð hinu endanlega markmiði
sínu. Um leið og sagan siglir í höfn og hið fúllkomna þjóðfélag rennur upp, þar
sem allir eru heima hjá sér og firringin er úr sögunni, hætta mennirnir að vera
menn. Þeir verða eitthvað allt annað — sé miðað við kenningu Hegels sjálfs má
raunar segja að þeir verði aftur að dýrum. Það er þetta sem einn frægasti læri-
sveinn Hegels í síðari tíð, bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama,
á við þegar hann tvinnar saman hugmyndina um endalok sögunnar og hugmynd
Nietzsches um hina hinstu menn9 í frægu riti sínu The End ofHistory and the Last
Man (1992).10 Kjarninn í þessari úrvinnslu Fukuyama á kenningu Hegels er sá að
nú sé komin fram þjóðfélagsgerð, sem nefnd er „frjálslynt lýðræði", sem fúllnægir
öllum þörfúm manna og gefúr manneðlinu sjálfú kost á að njóta sín til fúlls í
öllum sínum margbreytileika og allri sinni dýrð. Með öðrum orðum munu menn
ekki hafa ástæðu til að leita hvötum sínum útrásar annars staðar - þeim verður
fúllnægt í því kerfi sem við búum við hér og nú, og þá erum við að tala um allar
hugsanlegar og mögulegar hvatir fyrr og síðar.11
8 Um greiningu Marx á frelsi og firringu má til dæmis lesa hjá Vilhjálmi Arnasyni, „Hið sanna
ríki frelsisins: Siðferðisgreining Karls Marx“, Ttmaril Mdls og mmningar 1/1997, s. 84—95; °S hjá
Ottó Mássyni, „Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?“,
Vísindavefurinn 24.4.2002, http://visindavefur.is/?id=2334 (skoðað 20. ágúst 2008).
9 í þessu sambandi er ekki úr vegi að líta á lýsingu Nietzsches á þessum mönnum á mörkum hins
mannlega - þessum ómennum:
Sannlega segi ég ykkur: maður verður að geyma óreiðu innra með sér til að geta fætt af sér
dansandi stjörnu. Sannlega segi ég yður: þið búið enn yfir óreiðu.
Vei! Sá dagur kemur, þegar maðurinn mun ekki lengur fæða af sér neina stjörnu. Vei!
Upp rennur dagur hins auvirðilegasta manns, sem ekki megnar lengur að fyrirlíta sjálfan
sig. ,
Sjá! Eg sýni ykkur hinsla manninn.
„Hvað er ást? Hað er sköpun? Hvað er þrá? Hvað er stjarna?" - þannig spyr hinsti mað-
urinn og drepur titdinga.
Þá er jörðin orðin lítil og á henni hoppar hinsti maðurinn sem gerir allt smátt. Kyn hans
er óafmáanlegt líkt og jarðflóin; hinsti maðurinn lifir lengst allrar skepnu.
„Við höfum fúndið upp hamingjuna" - segja liinstu mennirnir og drepa tittlinga. (Svo
nuelti Zarapústra,]ón Árni Jónsson þýddi (Reykjavík: Heimspekistofnun og Háskólaútgáf-
an 1996), s. 45 (Forspjall, §5))
10 Francis Fukuyama, Ihe End of History and the Last Man (Harmondsworth: Penguin Books
1992).
11 Gagnrýna umfjöllun um þessa kenningu Fukuyama, með sérstöku tilliti til umfjöllunar Jacques