Hugur - 01.06.2008, Síða 146

Hugur - 01.06.2008, Síða 146
144 Björn Þorsteinsson En eins og áður sagði er eitthvað gruggugt við þessa framsetningu á hugsun Hegels. Ef eðli mannsins felst í frelsinu til að segja nei, til að biðja um eitthvað annað og meira en það sem fyrir liggur hér og nú — þá er þetta frelsi orðið að innantómu orði í draumalandi endaloka sögunnar, hinni endanlegu og fullkomnu samfélagsvél sem sinnir öllum þörfum og sér til þess að allir eru ekki bara sáttir heldur alsælir. Og þá þurfum við að spyrja okkur: var það þetta sem við vildum? Hvað er manneskjan? Var hún þá, þegar allt kemur til alls, ekkert annað og meira en þettdi Eða, svo leitað sé aftur inn á svið túlkunardeilna að hætti heimspeki- legrar ritskýringar: fær túlkun Fukuyama á Hegel staðist? Eða er túlkunin rétt og kenning Hegels forkastanleg? Eða er túlkunin rétt, og Hegel þá réttnefndur fyrirmyndarhugsuður hins vestræna frjálslynda lýðræðis eins og við þekkjum það úr samtímanum? Ein leið til að takast á við þessi erfiðu mál er að slást í för með franska heim- spekingnum Jacques Derrida, sem helgaði vandanum um endalok sögunnar, og um túlkun á kenningu Hegels, snaran þátt í höfundarverki sínu. Eitt merkasta verk Derrida var mikil bók í stóru broti sem ber heitið Glas.u Bókin er í tveimur dálkum sem hafa í raun að geyma tvo aðskilda texta: annar fjallar um Hegel en hinn um franska leikskáldið, tugthúsliminn og hommann Jean Genet. Hvað vakir fyrir Derrida með því að stefna þessum tveimur harla ólíku einstaldingum saman í bók? Svarið getur til dæmis verið á þessa leið: kerfi Hegels, sem ætlað var að vera alltumlykjandi og ná utan um allan veruleikann, þannig að allt ætti þar sinn afmarkaða bás, felur í sér að sá einn geti orðið fullgildur borgari í ríkinu sem er fjölskyldumaður í margræðum skilningi þess orðs. Hann þarf í fyrsta lagi að vera karlmaður, í öðru lagi að vera kvæntur, í þriðja lagi þarf hann að eiga börn og í fjórða lagi þarf hann sjálför að hafa alist upp í góðri borgaralegri fjölskyldu. Þeir (eða þær - eða þau) sem ekki uppfylla öll þessi skilyrði geta ekki talist full- orðnir menn. En þá vaknar spurningin: hvað ætlar kerfissmiðurinn Hegel að gera við samkynhneigðan, barnlausan og allsendis ókvæntan munaðarleysingja eins og Genet? Er hann maður eða ekki? Er hann kannski kona? Svarið við spurningunni liggur ekki í augum uppi innan kerfisins sem þó átti að geyma svör við öllum spurningum og, eins og áður sagði, ná utan um allt, þ.e.a.s. útiloka ekkert. (Derrida færir raunar fyrir því ýmis rök að á forsendum kerfisins sé réttast að líta á Genet sem plöntu, en það er önnur saga.13) Hver er niðurstaðan? I fyrsta lagi: kerfið er hlægilegt, það fær ekki staðist á eigin forsendum og fellur til jarðar eins og sæði Onans forðum (iMós 38:9). I öðru lagi: kerfið er hræðilegt, það útilokar raunveru- legt, lifandi fólk, kúgar það og brýtur það undir sig. Dæmisaga Derrida um Hegel Derrida um efnið, má finna í grein minni „Endalok sögunnar og framtíð lýðræðisins", Skimir 176 (vor 2002), s. 175-188. Sjá einnig Andrés Sigurðsson, „Um lok sögunnar", Skímir 168 (vor 1994), s. 191-201. 12 Sjá Jacques Derrida, Glas (París: Galilée 1974). Þess má geta að heiti bókarinnar vísar til glyms í klukku eða bjöllu sem boðar feigð eða dauða. 13 Nánar tiltekið sýnir Derrida fram á það hvemig Hegel dregur hliðstæður milli kvenna og plantna (sjá til dæmis Réttarheimspeki Hegels, §166 (viðbót)), og gerir sér jafnframt mat úr því hvílíkt dálæti Gcnet hafði á plöntum og lýsti jafnvel samkennd sinni með þeim. Nánari umfjöllun um þetta atriði má finna í bók minni La question de la justice chez Jacques Derrida (París: L’Harmattan 2007), kafla 10.6.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.