Hugur - 01.06.2008, Page 156

Hugur - 01.06.2008, Page 156
154 Gunnar Harðarson samband við pólitíska afstöðu, einkum hina tvíbentu afstöðu Sartres til marxisma og kommúnisma, en á þessu tvennu gerði hann skarpan greinarmun á sínum tíma þótt fræðimenn nútímans kunni að hafa allt aðra skoðun á sambandi þess- ara stefna.2 Sartre er að mörgu leyti hinn dæmigerði vinstrisinnaði menntamaður sem tekur afstöðu í þjóðfélagsmálum. A sínum tíma var hann mikið lesinn og á hann hlustað ef hann kvaddi sér hljóðs, hvort heldur í viðtölum, á fundum eða í mótmælum. „On ne met pas Voltaire en prison" („Maður stingur ekki Voltaire í steininn") mun haft eftir De Gaulle þegar Sartre gekk hvað lengst í andstöðu sinni við stjórnarstefnu hans. Þessi ímynd kemur einnig heim og saman við heim- sóknir Sartres til Sovétríkjanna, Austur-Evrópulanda og Kúbu, þátttöku hans í stríðsglæpadómstóli Russells vegna Víetnam-stríðsins og andstöðu við stefnu Bandaríkjanna í heimsmálum o.s.frv. En hversu margir vita að Sartre tók málstað Israels í Yom Kippur-stríðinu á sínum tíma og hlaut síðar heiðursdoktorsnafnbót frá háskólanum í Jerúsalem? Þetta er nefnt hér einkum til ábendingar um að skoða þurfi hlutina í réttu samhengi og gæta að tímaskekkjum. Hugmyndir þær sem Sartre setti fram í Hvað eru bðkmenntir? ætti ekki, eða ekki eingöngu, að lesa út frá skyldum hugmyndum sem hann setti fram á seinni hluta ferils síns, t.d. í Questions de méthode (Spurningar um aðferð) og Critique de la raison dialectique (Gagnrýni díalektískrar skynsemí). Þá ríktu aðrar aðstæður í heiminum og ef miðað er við heimspeki Sartres sjálfs eru allar skoðanir og allt val aðstæðubundin. Þegar við nálgumst hugmyndirnar sem setja mark sitt á Hvað eru bókmenntir? og sjáum hugtökin frelsi, afstaða og athöfh þurfum við því að horfa aftur fyrir þann tíma sem bókin er skrifuð á, við þurfum að minnsta kosti líka að lesa hana í ljósi at- burða heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar siðferðileg afstaða var jafnframt póHtísk afstaða og hugtökin frelsi og ófrelsi, afstaða og afstöðuleysi, tilvistarmöguleikar og vai, voru áþreifanlegur raunveruleiki en ekki bara heimspekileg hugtök. Því verður varla neitað að þetta hafi líka gilt um Sartre sjálfan, a.m.k. þegar hann sat innilokaður sem stríðsfangi í þýskum fangabúðum 1940-1941, seinast þeim sem báru nafnið Stalag 12 D. * * * Greinaflokkurinn Hvað eru bókmenntir? birtist fyrst í tímaritinu Les Temps Mod- ernes og kom síðan út í bókarformi árið 1948 sem annað bindi í ritgerðasafni Sar- tres, Situations. Þá voru aðeins liðin þrjú ár frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Styrjöldin hafði markað djúp spor; innrás Þjóðverja, ósigur Frakka, hernám Parísar og skipting landsins; annars vegar Vichy-stjórnin og samstarfsmenn nasista, hins vegar andspyrnuhreyfingin, þar sem kommúnistar urðu atkvæðamiklir, einkum þó eftir að griðasáttmáli Hitlers og Stalíns varð að engu með innrás Þjóðverja í Sovétríkin; og loks innrás Bandamanna og frelsun Frakklands, allt þetta var enn í fersku minni, jafnvel þótt horft væri til framtíðar. En hún virtist ekki sérstaklega björt heldur. Þar kom til vitneskjan um útrýmingarbúðir nasista, samkomulag stórveldanna um skiptingu Evrópu á ráðstefnunni í Jalta, kjarnorkusprengjurnar í 2 Sjá t.d. Richard Pipes, Kommúnisminn, þýð. Jakob F. Ásgeirsson og Margrét Gunnarsdóttir, Reykjavík, 2005.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.