Hugur - 01.06.2008, Síða 157

Hugur - 01.06.2008, Síða 157
Skrifaðfyrir bókahilluna? 155 Hiroshima og Nagasaki og kalda stríðið sem var í uppsiglingu. Hafa verður í huga að kommúnistar urðu mjög sterkt pólitískt afl í Frakklandi, þeir áttu ítök í nánast allri verkalýðshreyfingunni og kommúnistaflokkurinn franski (PCF) náði allt að fjórðungs fylgi í kosningum þegar mest var. Og franskir kommúnistar höfðu alla tíð náin tengsl við sovéska kommúnista. Italskir kommúnistar, svo dæmi sé tekið, voru mjög nánir bandamenn Sovétmanna framan af, en snerust upp úr 1970 á sveif með hugmyndinni um evrókommúnisma og enduðu á því að rjúfa tengslin við Moskvu árið 1979, en það gerði franski kommúnistaflokkurinn aldrei. Komm- únistar úr röðum franskra andspyrnumanna sáu fyrir sér beina leið frá andspyrnu til þjóðfélagsbyltingar og meðal menntamanna voru kommúnistar áhrifamiklir enda mátti nánast heita fastur hður í ferli franskra menntamanna á þessum árum að ganga í flokkinn og segja sig svo úr honum nokkru seinna, annað hvort vegna innri ágreinings eða ytri atburða, svo sem innrásarinnar í Ungverjaland 1956 eða í Tékkóslóvakíu 1968. Auk kommúnisma settu nokkrar aðrar stefnur mark sitt á franskt menntalíf: þar má telja súrrealismann, hreyfingu hins sjálfsprottna ímynd- unarafls, sem André Breton stýrði með harðri hendi í krafti kennisetninga, en frammámenn í súrrealistahreyfingunni snerust reyndar til kommúnisma; má þar nefna skáldin Paul Eluard og Aragon; þjóðernissinnaða rithöfunda sem höfðu að minnsta kosti á yfirborðinu tekið þátt í andspyrnuhreyfingunni, höfundar eins og André Malraux sem hallir voru undir De Gaulle; kristilega rithöfunda og heim- spekinga á borð við Paul Ricœur og loks existensíalismann, eða tilvistarstefnuna, sem Sartre, Camus og Simone de Beauvoir voru helstu upphafsmenn að og fiill- trúar fyrir. Meðal þeirra stefna og strauma sem segja má að hafi varla borið sitt barr eftir heimsstyrjöldina má annars vegar nefna þjóðernissinnaða öfgamenn og samstarfsmenn nasista, en nokkrir rithöfundar úr þeirra hópi voru slegnir af í lok stríðsins; og hins vegar bjartsýnir húmanistar sem höfðu haft trú á manneðlinu áður en styrjöldin lagði heimsmynd þeirra í rúst. Þetta er sá bakgrunnur sem hafa verður í huga ef við ætlum að velta fyrir okkur hugmyndum Sartres um frelsi og afstöðubókmenntir. Sartre var á þessum tíma orðinn vel þekktur menntamaður og fjölhæfur rithöfundur sem var jafnvígur á heimspekirit, skáldsögur, smásögur, leikrit, bókmenntagagnrýni, og blaða- og tímaritsgreinar. Hlutverk rithöfundarins var að hans dómi að bera samtímanum vitni, greina hann, skilja hann og túlka og jafnframt breyta honum. Þessi áhersla á samtímann og aðstæðurnar og trúin á að menntamenn og rithöfimdar gætu haft og ættu að hafa bein pólitísk áhrif með skrifum sínum var enn viðtekin á þessum tíma. Sartre gengur að þessari hugmynd vísri þegar hann greinir eðli og hlutverk bókmennta og rithöfunda og hún er kannski sú sjálfgefna forsenda sem á ekki lengur við af ýmsum orsökum, enda eru rithöfundar ekki lengur það mótandi þjóðfélagsafl sem þeir töldu sig vera fram eftir tuttugustu öldinni. Nú virðast þeir nær því að vera orðnir skemmtikraftar og komnir í sömu stöðu og leikarar þeir sem Einar Skúlason orti um þegar honum þótti Sveinn Danakonungur fulsa við fornum miði íslensks skáldskapar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.