Hugur - 01.06.2008, Page 162
i6o
Gunnar Harðarson
anna, t.d. að þar væri fullkomið frelsi til að gagnrýna stjórnvöld, og setningin: „II
ne faut pas faire désespérer Billancourt“" árið 1968 þegar umræðan um fangabúðir
Gúlagsins blossaði upp. Það er vissulega mjög einkennilegt af höfúndi rits á borð
við Hvað eru bókmenntir? að réttlæta eða a.m.k. verja ófrelsi og þrælkun með
draumi um útópíu og stangast algjörlega á við fyrri grundvallarafstöðu þess efnis
að lýðræðið sé eina stjórnskipulagið þar sem list lausamálsins fær þrifist. Svo virð-
ist því sem hin pólitíska afstaða sé annað val en hin siðferðilega; því fylgir annað
markmið en hið siðferðilega. Þetta sést vel ef við berum saman afstöðu Sartres og
Raymonds Aron. Báðir voru þeir málsvarar frelsis og lýðræðis en samt pólitískir
andstæðingar. Sartre spyr í lok annars kaflans í Hvað eru bðkmenntir? hvort ætti
frekar að slá vörð um gildi frelsishugsjónanna eða hið áþreifanlega frelsi hvers-
dagsins. Kannski mætti segja að niðurstaðan hafi orðið sú að Sartre hafi tekið
þann kost að verja hugsjón frelsisins í kommúnistaríkjum, en frelsi hversdagsins í
vestrænum ríkjum; Aron aftur á móti frelsi hversdagsins í kommúnistaríkjum, en
hugsjón frelsisins í vestrænum lýðræðisríkjum.
Ef nefna ætti dæmi um rithöfúnd sem fellur einstaklega vel að skilgreiningu
Sartres á afstöðubókmenntum væri tilvalið að benda í allt aðra átt en Sartre hefði
væntanlega gert, enda var hann ekkert allt of hrifinn af viðkomandi höfúndi. Hér
á ég við Aleksandr Solzhenitsyn. Gúlag-eyjak/asinn er afsprengi höfúndar sem
tekur raunverulega siðferðilega og pólitíska afstöðu og sýnir af sér bæði hug-
rekki, seiglu og útsjónarsemi.12 Segja má að hann uppfylli öll skilyrði Sartres
fyrir afstöðubókmenntum: Heimild um samtímann, vitni, athöfn, siðferðileg og
pólitísk vídd. Þetta sýnir ef til vill betur en margt annað hversu aðstæðubundin
hugmyndin um afstöðubókmenntir er, þ.e.a.s. hún er hugmynd sem er afsprengi
ófrelsistíma, þar sem athöfnin að skrifa verður jafnframt krafa um fre/si, bæði höf-
undar og lesanda, og krafa um að fá að segja sann/eikann um samtímann. En það
þarf kannski ekki Sovétskipulag eða þýskt hernám til.
* * *
Ég minntist á það í upphafi að fróðlegt gæti verið að bera hugmyndir Sartres
saman við skoðanir Italos Calvino. Hann skrifaði grein um hlutverk bókmennta
og velti jafnframt fyrir sér tilgangi þeirra og eðli.*3 Þar sem bókmenntirnar hafa
fyrst og fremst siðferðilegt inntak samkvæmt Sartre, hafa þær þekkingarlegt inn-
tak hjá Calvino. Þær eru tæki til að skoða heiminn, kynnast honum og öðlast
á honum þekkingu. Calvino hafði ekki farið varhluta af kröfúnni um að skrifa
þjóðfélagslegar afstöðubókmenntir, en hvarf frá henni, því að honum fannst hún
skerða frelsi sitt sem rithöfúndar og hugsandi manneskju, og fór að skrifa ævin-
týri og vísindaskáldsögur. Hann leitar því á allt önnur mið og hefúr aðra mynd
af lesandanum en Sartre. Hugmynd hans um það fyrir hvern rithöfúndurinn
11 „Það má ekki svipta Billancourt [þ.e. verkamenn í bílaverksmiðjum Renault í Billancourt] von-
inni.“
12 Aleksandr Solzlienitsyn, Gulag-eyjamar 1918-1956: Tilraun rithöfundar til rannsóknar, 1-2, þýð.
Eyvindur Erlendsson og Ásgeir Ingólfsson, Siglufirði, 1975-1976.
13 Italo Calvino, „Whom do we write for? or The hypothetical bookshelf”, í The Uses of Literature:
Essays, ensk þýðing Patrick Creagh, San Diego, New York, London, 1986, bls. 81-88.