Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 171

Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 171
Ritdómar 169 Af þessari upptalningu má ljóst vera að höfimdar koma mjög víða við. Þetta á sjálfsagt sinn þátt í því að textinn er lipur og skemmtilegur - það eru nýjar hugmyndir á hverri blaðsíðu. En í svo hröðum texta er nær hvergi staldrað við til að grandskoða einstaka hugmynd eða kenningu. Sem dæmi um þennan þeyt- ing má taka 4. kaflann sem heitir Þekk- ing. Þar er, á 11 blaðsíðum, lýst: Flokkun Aristótelesar á þekkingu, fjölgreinda- kenningu Howards Gardner, rakhníf Ockhams, kenningu Thomasar Kuhn um vísindabyltingar, vísindaheimspeki Karls Popper og Ians Hacking og hugmyndum Michels Foucault um þekkingu og vald. Sums staðar leika höfundar sér að því að stilla upp hugmyndum úr mjög ólíkum áttum. I 13. kafla, sem fjallar um trú, er til dæmis bæði rætt um sönnun Anselms og tólf reynsluspor AA-sam- takanna og í 3. kafla, sem fjallar um sál- ina, kynnist lesandinn bæði bollalegg- ingum Sókratesar um kosti þess að sálin losni úr „fjötrum líkamans" og hugmynd enska líffræðingsins Richards Dawkins um eigingjarna erfðavísa og náttúruval í menningarheiminum (56). I þessum sama kafla er líka fjallað um tvíhyggju og vélhyggju Descartes og þróunarkenningu Darwins. Hvernig skyldi þessi hraða yfirferð yfir mörg sundurleit efnisatriði þjóna þeim tilgangi bókarinnar að vera kennslubók í heimspeki fyrir framhaldsskóla? * Það er sitt hvað að kenna um íþróttir og að kenna íþróttir, enda er hægt að vera fróður um íþróttir án þess að geta neitt í þeim. Á sama hátt er það ólíkt að kenna um söng og að kenna söng enda fer ekkert endilega saman að vita mikið um söng og að geta sungið. Einnig er hægt að læra um tungu- mál án þess að læra neitt tungumál. Ég held að hægt sé að gera svipaðan greinarmun á að kenna heimspeki og að kenna um heim- speki enda er hægt að vita margt um heim- speki án þess að geta neitt í henni. Þessi greinarmunur á því annars veg- ar að kenna íþróttir, söng, tungumál eða heimspeki og hins vegar að kenna um íþróttir, söng, tungumál eða heimspeki er náskyldur greinarmuninum á þjálfim og fræðslu. Menn geta sótt fræðslu til fjölmiðla en þeir veita sjaldan þjálfun. Fræðsla getur verið einhliða miðlun og hún getur líka verið þægileg og átakalítil. Hins vegar krefst þjálfun þess ævinlega að nemandinn geri eitthvað sjálfur og oft ber hún bestan árangur þegar farið er að ystu mörkum þess sem hann þolir. Breytingar á námsefnisgerð fyrir fram- haldsskóla undanfarna áratugi hafa því miður verið á þann veg að auka vægi fræðslu og yfirferðar yfir mörg efnisatriði á kostnað þjálfunar. I sumum námsgrein- um, eins og til dæmis stærðfræði, hefur þetta gengið svo langt að hlaupið er yfir ótal efnisatriði á hundavaði án þess nem- endum, öðrum en þeim hraðfleygustu, gefist ráðrúm til að ná almennilegu valdi á neinum þeirra. Það er eins og skólarnir hafi dregist inn í hraðann og flaustrið sem einkennir heim fjölmiðla og viðskiptalífs. En að réttu lagi er það ekki hlutverk skóla að keppa við sjónvarpið og vefinn í því að miðla yfirborðslegum fróðleik. Góður skóli er þvert á móti staður þar sem nem- endur fá ráðrúm, hvatningu og stuðning til að tileinka sér færni sem aðeins verður numin með langri þjálfun. I heimi hrað- ans á skólinn að vera griðastaður þess seinlega - og það er seinlegt að læra að skrifa góðan stíl, reikna af öryggi, tala og lesa erlend mál, smíða af hagleik, leika á hljóðfæri, tileinka sér vísindalegan þankagang eða gagnrýna hugsun. ♦ Bókin Heimspeki fyrirpig kennir lesanda sínum ýmislegt um heimspeki. En hversu vel skyldi hún duga til að veita þjálfun, reyna á þrek hugans, gera nemandann að heimspekingi? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að átta sig á í hverju slík þjálfun er fólgin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.