Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 12

Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 12
290 HELGAFELL efnilega og Iífvænlega nýrækt að ræða, að mér finnst, að oss hinum beri skylda að hlúa að henni. í því sambandi megum vér aldrei gleyma þvi, að íslendingar eiga fjör sitt, sjálfstæði og virðingu þá, er vér njótum meðal annarra þjóða, meir að þakka ís- lenzkum bókmenntum fyrri alda en nokkru öðru. Þing þetta sýnir, að nú er sannur gróandi á sviði listanna á íslandi. Það veltur á miklu, að hann dofni ekki fyrir kæruleysi eða aðhlynningarleysi. Táknrænt dæmi um, að vér megum hafa alla gát á oss í þessu efni má sjá með því að ómaka sig stuttan spöl upp í Hverfisgötu. Þar standa tvö hús hlið við hlið. Safnhúsið og Þjóðleikhúsið. Annað er fullt af dýrmætum listasjóðum — yfirfullt, en vanhirt hið ytra. Hitt er sem stendur pakkhús, að vísu snoturt ytra, en tómt að innan af því, sem þar var ætlað rúm. Mig kennir til í hvert skipti, sem ég fer þarna um. Þetta er ekki skemmtilegur vottur um menningu íslendinga. Um það, hvað við getum gert og hvað við megnum að gera til að hlynna að gróandi listum á íslandi, munu jafnan vera skiptar skoðanir. Vér lifum á öld skipu- lagningarinnar. En fagrar listir er ekki hægt að skipuleggja. Tilraunir í þá átt, á vissum stöðum í Norðurálfunni á síðustu tímum, hafa ekki gefizt vel. Ég held, að aldraða alþýðuskáldið íslenzka hafi rétt fyrir sér, er hann skrifaði nýlega í timarits- grein: „Þeir menn, sem eru Bragaættar, temja sér fjörsporin og skipta um gang öðru hvoru, ýmist viljandi eða þá ósjálfrátt, vegna brjósthvatar.“ Svona mun jafnan verða um sanna list. Svo að haldið sé við samlíkinguna, lield ég, að við verðum að fara að eins og góðir hestamenn: að fara vel með gæðingana, svo að þeir tapi ekki ganginum. Einn þáttur þessa þings er málverkasýning, sem halda verður í ófullkomnum húsakynnum, svo ófullkomnum, að nægja verður að lýsa sýninguna opnaða hér á þessum stað. Geri ég það hér með, samkvæmt ósk. Ég hef komið í ýmsar borgir úti í löndum. Höfuðborg íslands er eina höfuð- borgin, sem ég þekki, þar sem ekki er til hús yfir listasöfn. Smábær i Danmörku með 5000 íbúa á skínandi gott málverkasafn, að mestu gjöf cins manns. Hér verður að koma upp sem fyrst, auk leikhússins, safn- og sýningarhús fyrir málverk, fyrir þjóðminjar og tónlistarhús. Máske má sameina þetta að einhverju leyti undir sama þaki. Þetta kostar fé, mikið fé. „Hver borgar?“ er hætt við, að menn spyrji. Jafnhætt er við því, að svarið verði það venjulega: Ríkið. Ég efast um, að það sé heppilegt að halda því áfram sem verið hefur, að krefjast þess, að ríkið eitt sjái fyrir öllum þörfum af þessu tagi. Ríkið hefur í mörg horn að líta, því er takmörkum háð, hvað það getur gert og óvíst í hverri röð viðfangs- efnin verða leyst, enda fjárhagurinn ekki alltaf góður. En að leggja á hilluna um óákveðinn tíma nauðsynlegar menningarframkvæmdir, af því að menn bíða þess, að ríkið geri það — getur orðið til þess, að framkvæmdir sofni svefninum langa. Auð- vitað er hér verkefni, sem ríkið varðar. En hví ekki reyna samvinnu milli ríkis og borgaranna eins og tíðkast í öðrum löndum? Fyrir tvö þúsund árum var uppi í Rómaborg maður, að nafni Cilnius Mæcenas. Hann var aðalráðherra Ágústusar keisara og auðugur að fé. Hann var með hæf- ustu stjórnmálamönnum þeirra tíma. Mjög fáir menn minnast hans nú sem stjórn- málamanns. En orðið Mæcenas er nú notað um allan heim sem heiti þeirra manna, er hlúð hafa að fögrum listum, með fjárframlögum og annarri virkri aðstoð. Þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.