Helgafell - 01.12.1942, Page 27

Helgafell - 01.12.1942, Page 27
UPPRUNI' ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 305 hlotið viðurnefnið ,,hinn danski", þótt sænskur væri að ætterni. Svipaða sögu er að segja um bræðurna, Ketil og Þormóð Bersasyni, er land námu á Akranesi. Þeir eiga að hafa verið af sama langfeðgakyni sem Ingimundur gamli, og er sú ætt talin upp runnin í Austurvegi. Þó eru þeir bræður írskir kallaðir í Hauksbók. Eftir langdvöl á írlandi hafa þeir til íslands komið eða jafnvel verið uppfæddir meðal íra. Dæmi þessi gefa glögga bendingu um það, á hve afarhæpnum og ótraustum grundvelli kenningin um hinn norska uppruna íslendinga hvílir. Þótt forfeður okkar, sem hér námu land, komi flestir frá Noregi, sannar það ekki, að þeir hafi verið vestnorrænir að ætt- erni. Á hinn bóginn höfum við hér skýringu þess, hvers vegna íslenzka þjóð- in hefur verið talin grein á hinum norska þjóðstofni. Það verður ekki skilizt svo við ,,austmennina“ Eyvind og Geira, föður Glúms skálds, að ekki sé minnzt þeirra austmanna, sem Þorbjörn hornklofi nefnir í Haraldskvæði sínu. Kvæði þetta virðist ort skömmu eftir orrustuna í Hafursfirði. Þar er Haraldur hárfagri kallaður „drottinn Norðmanna“ og „allvaldur Austmanna". Það er óumdeilt, að heitið Norðmenn sé hér notað almennt um íbúa Noregs, enda má sjá af Ynglingatali Þjóðólfs hins hvin- verska og frásögn Óttars frá Hálogalandi, sem dvaldi hjá Alfreð mikla Engla- konungi seint á 9. öld, að hugtökin Noregur og Norðmenn höfðu þá nálega sömu merkingu sem nú á tímum. En hvað merkir þá orðið austmaður á máli Hornklofa? — Alkunnugt er það, að íslendingar 12. og 13. aldar kölluðu Norðmenn Austmenn, en sú málvenja er vafalaust upp komin á íslandi. Svo sem íslendingar nefndu Norðmenn Austmenn hafa Norðmenn í fyrnd- inni kallað nágranna sína, austan Kjalar, þessu nafni eða jafnvel allar þær þjóðir, sem í Austurvegi bjuggu. Við vitum, að Keltar á Bretlandseyjum báru heitið Vestmenn á máli þeirra manna, sem frá Noregi komu til ís- lands að öndverðu. Á hinn bóginn voru hinir norrænu nýlendubúar fyrir vestan haf ekki nefndir svo. Það verður því að telja ákaflega ólíklegt, að Norðmönnum í Noregi hafi á tímum Hornklofa verið skipt í Austmenn og Vestmenn, eftir búsetu þeirra í landinu. Ef sú hefði verið málvenja í Nor- egi á landnámsöld, mætti vænta að finna hana einnig á íslandi, og það því fremur, sem íslenzka þjóðin var í stjórnarfarslegu tilliti deild í fjórðunga, er báru heiti eftir höfuðáttum. En á íslandi þekkjast engir Austmenn eða Vest- menn, heldur Austfirðingar og Vestfirðingar. Því hefur verið haldið fram, að í Haraldskvæði Hornklofa gæti norskrar þjóðerniskenndar. Það er að vísu ekki rétt. Orð skáldsins um kvonfang Har- alds konungs taka hér af skarið. Með augljósu stolti segir skáldið, að kon- ungurinn hafi „hafnað Hólmrygjum ok Hörðameyjum hverri enni hein- versku og Holgaættar, og tekið konu ena dönsku". Hin danska kona er vafalaust sú Ragnhildur, sem um getur í kvæðinu. Hornklofi segir, að hinar dramblátu dísir hennar muni hafa annað að tala um en að Haraldur fóðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.